spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJustin Gaethje líklegast á leið í UFC

Justin Gaethje líklegast á leið í UFC

Fyrrum léttvigtarmeistari WSOF, Justin Gaethje, er samningslaus og er sagður vera á leið í UFC. Þetta væri afar spennandi viðbót fyrir léttvigt UFC.

Justin Gaethje vann alla tíu bardaga sína í WSOF. Bardagasamtökin breyttu um nafn og fyrirkomulag á dögunum og heita nú Professional Fighters League (PFL). Ray Sefo er forseti PFL rétt eins og WSOF og sagði hann Gaethje vera á leið í UFC.

Samkvæmt MMA Junkie hafa viðræður milli UFC og Justin Gaethje átt sér stað en Gaethje ekki enn skrifað undir samning við UFC.

Gaethje er frábær bardagamaður og einn sá allra skemmtilegasti í léttvigtinni. Hann sækir fram af gífurlegri ákefð, er afar óvarkár og er ekki mikið að hugsa um vörnina. Af 17 sigrum hans hafa 14 komið eftir rothögg og ætti hann því að verða frábær viðbót við einn sterkasta þyngdarflokkinn í UFC ef hann endar þar eins og allt bendir til.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular