spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKelvin Gastelum kemur í stað Paulo Costa og mætir Robert Whittaker

Kelvin Gastelum kemur í stað Paulo Costa og mætir Robert Whittaker

Paulo Costa átti að mæta Robert Whittaker í apríl en hefur nú þurft að draga sig úr bardaganum. Í hans stað kemur Kelvin Gastelum og mætast þeir þann 17. apríl.

Paulo Costa þurfti að hætta við bardagann vegna veikinda. Fyrst kom fram að Costa væri með flensu og gæti ekki barist þrátt fyrir að mánuður sé í bardagann. Nú hefur bróðir hans og þjálfari sagt að Paulo hafi verið með kórónuveiruna og hafi síðan fengið flensu sem erfiðlega hafi gengið að jafna sig á. Paulo hafi aðeins viljað fresta bardaganum um 1-2 vikur en nú hefur UFC fengið staðgengil.

Kelvin Gastelum kemur í stað Paulo Costa og mætir Whittaker í aðalbardaga kvöldsins. Þeir Gastelum og Whittaker áttu að mætast um millivigtartitilinn 2019 á UFC 234 en sama dag og bardaginn átti að fara fram þurfti Whittaker að draga sig úr bardaganum eftir kviðslit.

Gastelum tapaði þremur bardögum í röð en komst aftur á sigurbraut með sigri á Ian Heinisch í febrúar. Whittaker hefur unnið tvo bardaga síðan hann tapaði millivigtarbeltinu til Israel Adesanya.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular