spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaKeppni lokið hjá íslensku keppendunum á Evrópumótinu í BJJ

Keppni lokið hjá íslensku keppendunum á Evrópumótinu í BJJ

Átta Íslendingar kepptu á Evrópumótinu í brasilísku jiu-jitsu sem fram fer þessa dagana í Lissabon í Portúgal. Þau hafa nú lokið keppni en síðustu keppendurnir kepptu í dag.

Öll kepptu þau í flokki fjólublábeltinga í annars vegar fullorðinsflokki (18-30 ára) og hins vegar í „masters“ flokki (30-35 ára).

Í gær keppti Ingibjörg Birna Ársælsdóttir í -58,5 kg flokki en mátti sætta sig við tap í fyrstu umferð.

Í dag kepptu þeir Brynjar Örn Ellertsson og Ari Páll Samúelsson í flokki 30-35 ára. Brynjar Örn keppti í +100,5 kg flokki og tapaði fyrstu glímunni sinni. Ari Páll keppti í -82,3 kg flokki og datt út í fyrstu umferð.

Þar með hafa allir keppendurnir átta lokið keppni en eins og við greindum frá á miðvikudaginn kepptu þeir Pétur Óskar, Þórhallur, Aron Elvar, Davíð Freyr og Kristján í sínum flokkum.

Keppendurnir átta koma öll heim reynslunni ríkari eftir keppni á þessu stóra móti en koma því miður ekki heim með verðlaunapeninga um hálsinn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular