spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKhabib formlega hættur og nýr léttvigtarmeistari verður krýndur í maí

Khabib formlega hættur og nýr léttvigtarmeistari verður krýndur í maí

Dana White hefur nú gefist upp á að fá Khabib Nurmagomedov til að berjast einu sinni enn. Khabib er formlega hættur og hefur gefið frá sér léttvigtarbeltið.

Þetta tilkynnti Dana White sjálfur á Twitter í nótt.

Khabib greindi frá því sama skömmu síðar og er hann því formlega hættur í MMA.

Khabib greindi upphaflega frá ákvörðun sinni í október eftir sigur sinn á Justin Gaethje. Khabib sagðist ekki vilja berjast áfram án föður síns en hann lést í fyrrasumar. Dana White reyndi ítrekað að fá Khabib til að endurskoða ákvörðun sína og átti nokkra fundi með honum en allt kom fyrir ekki.

Khabib er 32 ára gamall og með bardagaskorið 29-0. Hann er ennþá einn sá allra besti í heimi í íþróttinni og var Dana því svo ákveðinn í að fá hann til að berjast aðeins lengur. Ákvörðun Khabib er nú endanleg eftir nokkurra mánaða eftirför Dana.

Khabib verður því sviptur léttvigtartitli sínum og verður nýr léttvigtarmeistari krýndur í maí. Þeir Michael Chandler og Charles Oliveira munu berjast um lausan titilinn á UFC 262 þann 15. maí.

Chandler átti frábæra frumraun í UFC þegar hann rotaði Dan Hooker snemma í 1. lotu fyrr á þessu ári. Hann var þrefaldur léttvigtarmeistari Bellator og fær nú tækifæri á að verða léttvigtarmeistari UFC.

Charles Oliveira hefur unnið átta bardaga í röð og nú síðast sigraði hann Tony Ferguson með miklum yfirburðum í desember. Þetta þýðir að bardagi Dustin Poirier og Conor McGregor verður ekki um titilinn en talið er líklegt að þeir mætist í júlí.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular