spot_img
Saturday, November 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKimbo Slice látinn

Kimbo Slice látinn

kimbo sliceUmdeildi bardagamaðurinn Kimbo Slice er látinn 42 ára að aldri. Kimbo varð heimsfrægur fyrir götuslagsmál sín á Youtube áður en hann skipti yfir í MMA.

Kevin Ferguson, betur þekktur sem Kimbo Slice, barðist átta atvinnubardaga eftir að hafa tekið skrefið yfir í MMA árið 2007. Hann var einn vinsælasti bardagamaður allra tíma með tilliti til áhorfstalna.

Kimbo var í 10. seríu The Ultimate Fighter en sú sería er vinsælasta sería TUF frá upphafi. Um 5,3 milljónir manna horfðu á þáttinn þar sem Kimbo Slice barðist sinn eina bardaga í TUF. Kimbo barðist aðeins tvo bardaga í UFC og var látinn fara eftir einhliða tap gegn Matt Mitrione. Eftir bardagann gegn Mitrione fór Kimbo í boxið þar sem hann vann alla sína sjö bardaga gegn slöppum andstæðingum.

Hann snéri svo aftur í MMA síðasta sumar og mætti Ken Shamrock í Bellator. Bardaginn var furðulegur en gríðarlega margir horfðu á bardagann. Hann mætti svo Dada 5000 (Dhafir Harris) í febrúar í hræðilegum bardaga sem 2,5 milljónir manna horfðu á. Báðir bardagamenn féllu á lyfjaprófi eftir bardagann. Kimbo átti að mæta James Thompson í endurati þann 16. júlí á Bellator 158 í London.

Dánarorsök er ókunn sem stendur en Kimbo skilur eftir sig sex börn. Kimbo var sagður mikill ljúflingur utan búrsins og gjarnan nefndur „gentle giant“. Hann dró áhorfendur sem horfa alla jafna ekki á MMA að skjánum. Hér að neðan má sjá áhorfstölur hans yfir ferilinn.

Sigur á James Thompson (EliteXC á CBS) – 4,85 milljónir (toppaði í 6,5 milljónum)
Tap gegn Seth Petruzelli (EliteXC á CBS) – 4,56 milljónir (toppaði í 5,5 milljónum)
Fyrstu þáttur 10. seríu TUF (á Spike) – 4,1 milljónir
Tap gegn Roy Nelson í 10. seríu TUF (á Spike) – 5,3 milljónir
Sigur á Houston Alexander á TUF 10 Finale (á Spike) – 3,7 milljónir (toppaði í 5,2 milljónum)
Sigur á Ken Shamrock (Bellator á Spike) – 1,6 milljónir (toppaði í 2,4 milljónum)
Sigur á Dada 5000 (Bellator á Spike) – 1,964 milljónir (toppaði í 2,5 milljónum)

Megi hann hvíla í friði.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular