Thursday, March 28, 2024
HomeErlentLífstíðarbanni Ariel Helwani aflétt

Lífstíðarbanni Ariel Helwani aflétt

ariel-helwani-cries-banned-ufc-dana-white-ufc-200-brock-lesnarAriel Helwani er ekki lengur í lífstíðarbanni í UFC. Bardagasamtökin ákváðu í gær að lyfta banninu af MMA Figthing vefsíðunni og mun Ariel Helwani geta mætt á næstu viðburði UFC rétt eins og áður.

Ariel Helwani, ljósmyndaranum Esther Lin og tökumanninum E. Casey Leydon var vísað úr The Forum höllinni í Los Angeles á UFC 199 á laugardaginn. Skömmu áður en aðalbardagi Michael Bisping og Luke Rockhold hófst var þeim sagt að taka dótið sitt og yfirgefa höllina. Öll vinna þau fyrir MMA Fighting vefinn og fengu lífstíðarbann frá UFC.

Stysta lífstíðarbanni heims er nú lokið en banninu var aflétt í gærkvöldi eftir samtal milli UFC og MMA Figthing.

MMA aðdáendur voru gríðarlega ósáttir með bannið enda eru þau (og þá sérstaklega Helwani) gríðarlega vinsæl meðal bardagaaðdáenda. Auk þess gerði Helwani ekkert annað en að greina frá fréttum sem er hans starf.

Sjá einnig: Ariel Helwani vísað úr höllinni í gær á UFC 199

Í þætti sínum í gær, The MMA Hour, talaði Helwani ítarlega um atvikið um helgina og fór yfir samstarf sitt við UFC í gegnum tíðina. Helwani var boðaður á fund Dana White, forseta UFC, skömmu áður en Bisping átti að berjast. Þar var honum tjáð að hann þyrfti að yfirgefa höllina undir eins og að ferili hans væri lokið.

Helwani tók atvikið afar nærri sér og felldi tár í þætti sínum í gær. Hann hefur gríðarlegan metnað fyrir starfi sínu og var eyðilaggður yfir því að geta ekki tekið viðtöl á UFC viðburðum lengur. Sem betur fer hefur banninu verið aflétt og mun Helwani geta mætt á þá UFC viðburði sem hann vill mæta á.

Þáttinn hjá Ariel Helwani frá því í gær má hlusta á hér.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular