spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaKolbeinn í hringnum á meðan Liverpool spilar - hlekkur á streymi hér

Kolbeinn í hringnum á meðan Liverpool spilar – hlekkur á streymi hér

Mynd: Baldur Kristjánsson.

Kolbeinn Kristinsson berst sinn tíunda atvinnubardaga í boxi í kvöld. Bardaginn fer fram í Finnlandi og mætir Kolbeinn heimamanninum Gennadi Mentsikainen.

Kolbeinn Kristinsson (9-0) hefur glímt við meiðsli að undanförnu og ekki keppt síðan í apríl 2017. Það verður því kærkomið að sjá hann aftur í hringnum í kvöld.

Boxkvöldið hefst kl. 16:05 á íslenskum tíma en Kolbeinn á að ganga í hringinn um 18:30. Kolbeinn er mikill stuðningsmaður Liverpool en Liverpool mætir einmitt Real Madrid í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Leikurinn hefst 15 mínútum áður en Kolbeinn gengur í hringinn og ætlar Kolbeinn að rota Finnann snemma svo hann nái leiknum!

Bardagarnir verða í beinni útsendingu hér eftir því sem næst verður komist. Kolbeinn verður í næstsíðasta bardaga kvöldsins og er þetta sex lotu bardagi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular