0

Darren Till nær ekki tilsettri þyngd

Vigtuninni fyrir bardagakvöldið í Liverpool var að ljúka. Þar náðu flestir bardagamenn vigt en aðalstjarna bardagakvöldsins var of þungur.

Darren Till var 174,5 pund (79,3 kg) í vigtuninni í morgun. Till hefði þurft að vera í mesta lagi 171 pund (77,7 kg) og náði hann því ekki tilsettri þyngd. Andstæðingur hans á morgun, Stephen ‘Wonderboy’ Thompson, var ekki í vandræðum með að ná vigt og var 171 pund.

Vigtunin fór fram á milli 9 og 11 á staðartíma í Liverpool í morgun. Till vigtaði sig ekki inn á þeim tíma en kl. 11 tilkynnti starfsmaður UFC að Till fengi auka klukkutíma til að vigta sig inn vegna neyðartilfellis í fjölskyldunni. Hann kom um það bil 20 mínútur eftir að vigtuninni lauk og var þa 174,5 pund.

Molly McCann var einnig of þung en hún reyndist vera 127 pund. Þar sem hún vigtaði sig inn í tveggja tíma glugganum fékk hún auka klukkutíma til að taka síðasta pundið af sér. McCann og Till eru einu bardagamenn kvöldsins sem eru frá Liverpool og voru því heimamenn ekki í góðum málum í vigtuninni í morgun.

Ekki er vitað eins og er hvort bardaginn fari ennþá fram enda þarf Thompson að samþykkja að berjast við þyngri andstæðing.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.