spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaKolbeinn með rothögg í 2. lotu

Kolbeinn með rothögg í 2. lotu

gunnar kolli
Mynd: Af Facebook síður Gunnars Kolbeins

Boxarinn Kolbeinn Kristinsson var rétt í þessu að sigra Danan Kim Thomsen með rothöggi. Þetta er stærsti sigurinn á hans ferli.

Daninn Kim Thomsen byrjaði bardagann mjög vel. Thomsen er með stóran gastank og setti strax upp mikinn hraða. Thomsen er með lengri faðm en Kolbeinn og kom gríðarlega sterkur til leiks. Thomsen raðaði inn stungunum fyrstu mínúturnar og var Kolbeinn í erfiðleikum með að finna taktinn.

Í lok 1. lotu var Kolbeinn aðeins búinn að finna sig og tókst honum að slá Danann niður. 2. lota var hins vegar einfaldlega rúst. Kolbeinn gekk frá Dananum í 2. lotu og rotaði hann eftir 1:52 í 2. lotu eftir að hafa slegið hann tvisvar niður í lotunni. Áhorfendur risu úr sætum fyrir aðkomumanninum og gæti þetta verið eitt af rothöggum kvöldsins.

Þetta er stærsti sigur Kolbeins hingað til. Kim Thomsen var ósigraður í fjórum bardögum fyrir helgina en Kolbeinn rotaði heimamanninn.

Þetta er stórt bardagakvöld í Danmörku og sýndi þessi bardagi á hvaða getustigi Kolbeinn getur barist á. Þetta var alvöru andstæðingur en bardaginn samt einn sá auðveldasti til þessa fyrir Kolbein. Þetta var sjötti sigur Kolbeins sem atvinnumaður og er hann enn ósigraður.

Myndband af endalokum bardagans má sjá hér að neðan:

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Kolli var hægari í byrjun en hann er stæri og þingri með lengri faðm og það skifti sköpum þegar hann fór að koma sínum sleggjum inn vel gert .

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular