Gunnar Kolbeinn Kristinsson, eða Kolli eins og hann er oftast kallaður, keppir sinn fimmta atvinnumannabardaga í boxi í dag. Bardaginn fer fram í Finnlandi og er áætlað að hann byrji kl 16:30 á íslenskum tíma.
Kolli (4-0) mætir Litháanum Pavlo Nechyporenko í dag en bardaginn fer fram á stóru bardagakvöldi í Finnlandi. Búist er við um 12.000 manns í höllina í dag enda mun heimamaðurinn Robert Helenius berjast um WBC Silver Title gegn Johann Duhaupas í aðalbardaga kvöldsins.
Sjá einnig – Kolbeinn: Toppurinn er ekki bara fjarlægur draumur
Kolli hefur æft með Robert Helenius undanfarnar vikur í Finnlandi og ætti því að koma afar sterkur til leiks. Áhugasamir geta séð bardagann hér en áhorfið kostar 9,90 evrur. Kolli er þriðji bardagi kvöldsins og hefst kl 16:30 eins og áður hefur komið fram.