Wednesday, April 17, 2024
HomeErlentDaniel Cormier meiddur og getur ekki mætt Jon Jones á UFC 197

Daniel Cormier meiddur og getur ekki mætt Jon Jones á UFC 197

DC outLéttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier er meiddur og mun ekki verja beltið sitt þann 23. apríl. Cormier átti að mæta fyrrum meistaranum Jon Jones á UFC 197.

Þetta er í fyrsta sinn á MMA ferlinum sem Cormier hefur þurft að draga sig úr bardaga vegna meiðsla. Ekki er vitað um alvarleika meiðslanna en Cormier hefur ekki enn tjáð sig um meiðslin. BJPenn.com greindi fyrst frá þessu í gær.

Ekki er ljóst hvort að Jones fái nýjan andstæðing á UFC 197 en heimildir herma að Jones muni halda áfram að æfa þangað til annað kemur í ljós. Fyrr í vikunni greindi Kamaru Usman, UFC bardagamaður og liðsfélagi Anthony Johnson, að Johnson væri tilbúinn að hlaupa í skarðið ef Jon Jones gæti ekki barist. Þetta sagði hann á meðan Jones var í gæsluvarðhaldi vegna umferðalagabrota en hugsanlega gæti Johnson nú komið í stað Cormier.

Jones hefur ekkert barist síðan í janúar 2015 og vill eflaust ólmur berjast sem fyrst. Jones sat í gæsluvarðhaldi í tvær nætur í vikunni og var óttast að hann gæti ekki barist á UFC 197. Það er því ákveðin kaldhæðni að Daniel Cormier skuli draga sig úr bardaganum í sömu viku.

Þetta er ekki aprílgabb en þó nokkrir miðlar hafa staðfest frétt BJPenn.com. Þá var Cormier haltrandi á glímumóti á dögunum (sem áhorfandi) samkvæmt sjónarvottum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular