Thursday, April 18, 2024
HomeErlentAprílgabb í MMA heiminum

Aprílgabb í MMA heiminum

Það hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum að í dag er 1. apríl. Hér að neðan höfum við tekið saman alls konar aprílgabb sem komið hafa upp í MMA heiminum.

Eins og venjan er á þessum degi reynir fólk að gabba náungann en á síðustu árum hefur fólk einfaldlega verið að ljúga og þar er MMA heimurinn engin undantekning.

Alexander Gustafsson sagðist vera hættur í MMA á opinberri Facebook síðu sinni. Gustafsson kvaðst eiga við alvarleg meiðsli að stríða og í erfiðleikum með að finna hvatningu til að halda áfram. Yfirlýsingin var nokkuð trúverðug til að byrja með enda hefur Gustafsson áður talað um hve erfitt það er fyrir hann að finna hvatningu eftir slæm töp.

It is with sadness that I have to announce my retirement from MMA and the UFC. I have had a rough 2015 with bad results…

Posted by Alexander Gustafsson on Friday, April 1, 2016

Skömmu síðar birti hann myndband þar sem hann viðurkenndi gabbið.

Tímaritið Fighters Only hélt því fram að Daniel Cormier væri meiddur og gæti ekki varið titil sinn gegn Jon Jones þann 23. apríl. Chuck Liddell átti að koma í hans stað og er óhætt að fullyrða að fáir hafi trúað þessari frétt.

Entimsports.com var með svipaða frétt þar sem þeir héldu því fram að Jon Jones gæti ekki keppt á UFC 197 og myndi Rashad Evans koma í hans stað.

Aprílgabb er greinilega eitthvað sem Entimsports hafa gaman af enda héldu þeir því fram að T.J. Dillashaw hefði náð sáttum við Urijah Faber og ætli að snúa aftur til Team Alpha Male. Fyrrum bantamvigtarmeistarinn Dillashaw yfirgaf Team Alpha Male í fyrra sem vakti mikla athygli.

John Kavanagh, yfirþjálfari Conor McGregor, henti í lúmskt aprílgabb á Twitter.

My MMA News sagði Rondu Rousey vera ólétta og að hún myndi ekki snúa aftur í MMA fyrr en árið 2017.

Þá hafa MMA aðdáendur látið sig dreyma um ofurbardaga Georges St. Pierre og Robbie Lawler á UFC 200 og reynt að blekkja aðra aðdáendur með myndum eins og þessari að neðan.

ufc 200 gsp

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular