Wednesday, September 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaThe Korean Zombie gengur í herinn - frá í tvö ár

The Korean Zombie gengur í herinn – frá í tvö ár

ChanSungJungEkki eru allir heimar eins. Chan Sung Jung, einn af topp fjaðurvigtarmönnum UFC, hefur verið dreginn í hernaðarþjónustu í sínu heimalandi, Suður-Kóreu. Öllum fullvaxta karlmönnum frá Suður-Kóreu ber skylda að þjóna landi sínu með hernaðarskyldu í tvö ár og virðist nú vera tími Jung kominn.

Chan Sung Jung, betur þekktur undir gælunafninu The Korean Zombie, verðu frá keppni í tvö ár vegna herskyldunnar. Mun þetta hafa áhrif á fjaðurvigtardeildina þar sem hann er enn talinn einn af topp tíu (í 6. sæti) í deildinni þrátt fyrir að hafa ekki keppt síðan ágúst 2013. Í MMA heiminum er glugginn til að keppa mjög stuttur og er þetta því gífurlegt áfall fyrir hans feril.

Jung átti að keppa gegn Akira Corassani á sama kvöldi og okkar maður Gunnar Nelson mætti Rick Story en vegna meiðsla sem enn voru að hrjá hann frá titilbardaga sínum gegn Jose Aldo varð hann að draga sig úr bardaganum. Í yfirlýsingu sem hann gaf frá sér sagðist hann vera þakklátur UFC samtökunum fyrir að hafa gefið sér tækifæri á að vinna við það sem hann elskaði og sagðist þakklátur öllum aðdáendum sínum sem höfðu stutt hann í gegnum tíðina.

Jung er aðeins 27 ára gamall og mun vafalaust halda áfram keppni eftir að herskyldu hans lýkur. UFC hefur sýnt mikinn stuðning við bandaríska hermenn sem keppa fyrir þá en spurning er hvort þeir geri slíkt hið sama fyrir Jung þegar hann kemur aftur. Allt í allt er þetta missir fyrir UFC samtökin en Jung er spennandi bardagakappi sem sjaldan lætur bardagann fara í dómaraákvörðun. Aðeins er hægt að vona að hann verði ekki fyrir neinum líkamlegum eða andlegum skaða og byrji að keppa aftur eftir þennan kafla í lífi sínu.

Korean Zombie gegn Leonard Garcia í mögnuðum bardaga.
Korean Zombie gegn Leonard Garcia í mögnuðum bardaga.
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular