Tveir Íslendingar kepptu á American National Jiu-Jitsu Championship sem fram fór um helgina. Kristrún Hjartar gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk.
American National Jiu-Jitsu Championship mótið er afar stórt mót og fór mótið fram í Las Vegas um síðustu helgi líkt og UFC 189.
Kristrún Hjartar æfir hjá Ralph Gracie í San Francisco og keppti í fjaðurvigt hvítbeltinga. Hún sigraði allar þrjár glímurnar sínar og tryggði sér gullið. Eiður Sigurðsson úr Mjölni keppti einnig á mótinu en hann tapaði fyrstu glímunni sinni á stigum.
Við óskum Kristrúnu til hamingju með þennan glæsilega árangur.