Tuesday, April 23, 2024
HomeErlentRonda lét Holm heyra það: „Þetta er allt uppgerð, þú munt finna...

Ronda lét Holm heyra það: „Þetta er allt uppgerð, þú munt finna fyrir því”

Vigtunin fyrir UFC 193 fór fram fyrr í kvöld. Það var heitt í hamsi milli Rondu Rousey og Holly Holm.

Ronda Rousey lét Holly Holm heyra það í vigtuninni áðan. Holm hefur ávallt komið vel fyrir í viðtölum og borið virðingu fyrir meistaranum. Rousey sagði Holm ekki vera jafn ljúfa og í viðtölum heldur væri þetta allt uppgerð.

„Hún setti hnefann sinn í andlitið mitt, ég snerti hana ekki. Hún snerti mig og ég sagði henni að ég sæi í gegnum þessa gervilegu ljúfu hegðun. Þetta er allt uppgerð hjá henni, þangað til núna. Allt þetta tal um virðingu, þú að vera ljúf, ég sé núna að þetta er uppgerð og þú munt finna fyrir því á sunnudaginn,“ sagði Ronda Rousey við Joe Rogan í vigtuninni.

 

Joanna Jedrzejczyk var ógnandi tilburði í vigtuninni eins og henni einni er lagið.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular