Átta Íslendingar keppa á Evrópumótinu í MMA sem fram fer í Prag í vikunni. Hópurinn er vel stemmdur fyrir mótið en hér er Leiðin að búrinu fyrir Evrópumótið.
Átta Íslendingar kepptu líka á Evrópumótinu í fyrra. Þá fór mótið fram í Birmingham og komu þau Bjarki Þór og Sunna Rannveig heim með gull.
Íslendingarnir átta koma öll úr röðum Mjölnis en þau eru:
Dagmar Hrund Sigurleifsdóttir – Fluguvigt kvenna (56,7 kg)
Bjartur Guðlaugsson – Fjaðurvigt (65,8 kg)
Magnús Ingi Ingvarsson – Veltivigt (77,1 kg)
Birgir Örn Tómasson – Veltivigt (77,1 kg)
Björn Þorleifsson – Millivigt (83,9 kg)
Hrólfur Ólafsson – Millivigt (83,9 kg)
Egill Øydvin Hjördísarson – Léttþungavigt (93 kg)
Bjarni Kristjánsson – Léttþungavigt (93 kg)
Hópurinn fór utan í gær en fyrstu bardagar hefjast á morgun.
Þeir Hrólfur, Bjartur og Egill kepptu báðir á Evrópumótinu í fyrra og þá keppti Bjarni Kristjánsson á Heimsmeistaramótinu fyrr á þessu ári í Las Vegas. Það er því reynsla innan hópsins og verður gaman að fylgjast með íslenska liðinu keppa.