Magnús Ingi Ingvarsson hélt utan í morgun ásamt þeim Bjarka Þór Pálssyni og Bjarka Ómarssyni en þremenningarnir keppa á AVMA bardagakvöldinu í Manchester nú um helgina. Magnús Ingi ræddi sinn síðasta bardaga, bætinguna hans á þessu ári og fleira í Leiðinni að búrinu.
Bardagabróðirinn Magnús Ingi berst sinn fjórða bardaga um helgina. Eftir jafntefli í hans fyrsta bardaga hefur hann sigraði tvo bardaga í röð, báða í fyrstu lotu. Í myndbandinu ræðir Magnús um hvernig það sé að fara með bróður sínum, Bjarka Þór, en þetta verður í þriðja sinn sem þeir berjast saman.
Bræðurnir, og Bjarki Ómarsson, eru allir meðlimir í Keppnisliði Mjölnis og hafa æft saman um nokkurt skeið. Þess má geta að andstæðingur Magnúsar, Ricardo Franco, mætti Bjarka Ómarssyni í maí í fyrra þar sem Franco fór með sigur af hólmi. Magnús hefur því harma að hefna en Franco er með 17 bardaga að baki.
Bardaginn fer fram laugardagskvöldið 18. október og munum við flytja ykkur fréttir af bardögunum.