spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC London: Leon Edwards með sigur og þungavigtin svæfði

UFC London: Leon Edwards með sigur og þungavigtin svæfði

ufc london 2017Upphitunarbardagarnir halda áfram að rúlla hér í London. Þungavigtin sýndi sínar verstu hliðar og Leon Edwards nældi sér í sigur.

Eftir rothöggið glæsilega frá Marc Diakiese datt fjörið aðeins niður. Leon Edwards og Vicente Luque mættust í veltivigt. Bardaginn var mjög jafn en Vicente Luque tók 1. lotuna og Edwards 2. lotuna þannig að allt var undir fyrir þriðju og síðustu lotuna.

Þar var Leon Edwards hættulegri og ferskari og náði inn fleiri höggum. Edwards náði nokkrum sinnum að því er virtist meiða Luque en fór alltaf strax í fellu sem var skrítið. Edwards náði fellunni að lokum og vann 3. lotuna og þar með bardagann. Edwards vann eftir einróma dómaraákvörðun, 29-28.

Þungavigtarmennirnir Timothy Johnson og Daniel Omielańczuk börðust í þrjár lotur og var bardaginn ekki mikið fyrir augað. Báðir voru að rembast við að ná fellum án mikillar velgengni og skiptust á slöppum höggum. Timothy Johnson vann eftir klofna dómaraákvörðun í tilþrifalitlum bardaga.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular