Það styttist verulega í bardaga Gunnars Nelson gegn Leon Edwards í London. Samkvæmt veðbönkum er Leon Edwards talinn sigurstanglegri.
Bardagi Gunnars og Leon Edwards fer fram á UFC bardagakvöldinu í London þann 16. mars. Bardaginn er sá næstsíðasti á kvöldinu og ríkir mikil spenna fyrir bardagann.
Best Fight Odds tekur saman stuðlana hjá helstu veðbönkunum fyrir bardaga. Þar má sjá að Leon Edwards er talinn sigurstranglegri fyrir bardagann. Lægsti stuðullinn á Edwards er 1,66 en sá hæsti er 1,74. Á meðan er lægsti stuðullinn á Gunnar 2,05 og sá hæsti 2,28. Stuðullinn hefur breyst nokkuð frá því opnað var fyrir veðmál á bardagann en Gunnar var upphaflega í kringum 1,91 á meðan Edwards var í kringum 1,77.
Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Darren Till og Jorge Masvidal en þar er stuðullinn í kringum 1,43 á Till og 2,93 á Masvidal.