spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentLeon Edwards: Veit við hverju á að búast þegar maður mætir Gunnari

Leon Edwards: Veit við hverju á að búast þegar maður mætir Gunnari

Leon Edwards mætir Gunnari Nelson á UFC bardagakvöldinu í London þann 16. mars. Edwards er spenntur fyrir bardaganum en telur að hann sé betri bardagamaður en Gunnar.

Síðustu tveir bardagar kvöldsins fara báðir fram í veltivigt og ríkir mikil spenna fyrir kvöldinu. Leon Edwards hefur unnið sex bardaga í röð í veltivigtinni og er í 10. sæti styrkleikalistans í veltivigt UFC á meðan Gunnar er í því 12. Af átta sigrum Edwards í UFC hafa fimm komið eftir dómaraákvörðun, tveir eftir rothögg og einn eftir uppgjafartak. Af átta sigrum Gunnars í UFC hafa sjö komið eftir uppgjafartök.

„Maður veit við hverju á að búast þegar maður mætir Gunnari. Hann er með frábært jiu-jitsu en mér finnst ég vera betri alhliða bardagamaður, sérstaklega standandi. Ég hef ekki áhyggjur af því hvert bardaginn fer, ég mun leitast eftir að klára bardagann hvar sem er,“ segir Edwards um bardagann gegn Gunnari

Edwards er frá Birmingham á Englandi og býst við að fá góðan stuðning frá aðdáendum. „Ég elska að berjast heima, ég hef aldrei tapað á Englandi og það er alltaf frábært andrúmsloft þar. Mig langar að klára bardagann fyrir bresku aðdáendurna og fá UFC til að koma aftur til Birmingham.“

Í aðalbardaga kvöldsins verður annar mikilvægur bardagi í veltivigtinni. Darren Till mætir Jorge Masvidal en Leon Edwards reyndi að fá bardaga gegn þeim báðum áður en hann fékk Gunnar.

„Ég hef margoft sagt það að ég vilji berjast við þá báða [Till og Masvidal] og hefði elskað að berjast við annan hvorn þeirra í London. Núna er öll mín einbeiting á Gunnar. Ég mun horfa á aðalbardagann eftir minn bardaga og hlakka til að mögulega berjast við sigurvegarann í aðalbardaganum á meðan ég held áfram að vinna mig upp í titilbardaga.“

Bardagakvöldið fer fram í The O2 Arena í London en almenn miðasala á bardagann hefst 1. febrúar.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular