0

T.J. Dillashaw búinn að ná tilsettri þyngd

T.J. Dillashaw er búinn að ná 125 punda mörkunum fyrir titilbardaga sinn gegn Henry Cejudo á morgun. Miklar efasemdir voru um hvort T.J. Dillashaw gæti náð 125 punda fluguvigtartakmarkinu en þær eru nú úr sögunni.

Dillashaw er ríkjandi bantamvigtarmeistari (135 pund) og var að fara niður í fluguvigt í fyrsta sinn. Hann var einn af þeim fyrstu til að mæta í formlega vigtuninni í morgun á hótelinu í New York.

Dillashaw var 124,8 pund og verður áhugavert að sjá hvernig hann verður í bardaganum á morgun.

Þegar þetta er skrifað á Henry Cejudo enn eftir að vigta sig inn en hann hefur áður átt í erfiðleikum með að ná vigt þó langt sé liðið síðan hann klikkaði síðast.

*UPPFÆRT*

Henry Cejudo er einnig búinn að ná vigt. Cejudo var 124,4 pund og því fátt sem kemur í veg fyrir titilbardagann á morgun.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.