spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentLuke Rockhold fær Chris Weidman í sinni fyrstu titilvörn

Luke Rockhold fær Chris Weidman í sinni fyrstu titilvörn

Chris weidman luke rockhold
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Luke Rockhold mun mæta Chris Weidman í fyrstu titilvörn sinni á UFC 199 í júní. Þetta staðfesti Dana White, forseti UFC, í gær.

Luke Rockhold varð nýr millivigtarmeistari UFC eftir að hann sigraði Chris Weidman með tæknilegu rothöggi á UFC 194 í desember. Bardaginn var nokkuð jafn framan af þar til Rockhold komst ofan á í 3. lotu og lét höggin dynja á þáverandi meistara. Rockhold tókst svo að klára Weidman í 4. lotu og átti frábæra frammistöðu.

Weidman varði beltið sitt þrívegis eftir að hann vann titilinn af Anderson Silva árið 2013. Hann mun nú freista þess að ná titlinum aftur í júní.

Upphaflega var talið að Yoel Romero myndi fá næsta titilbardaga en eftir að hann féll á lyfjaprófi ríkti nokkur óvissa um hver fengi næsta titilbardaga í millivigtinni. Eftir að Jacare Souza var bókaður gegn Vitor Belfort beindust öll spjót að Weidman. Weidman fær nú tækifæri á að hefna fyrir sitt fyrsta tap á ferlinum og ná beltinu sínu aftur.

UFC 199 fer fram í júní en UFC hefur hvorki staðfest nákvæma dagsetningu né staðsetningu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular