spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMackenzie Dern langt frá því að ná vigt

Mackenzie Dern langt frá því að ná vigt

Mackenzie Dern var langt frá því að ná vigt fyrir bardaga sinn á UFC 224 annað kvöld. Dern var sjö pundum þyngri en andstæðingurinn en bardaginn fer engu að síður fram.

Mackenzie Dern (6-0) var 123 pund fyrir strávigtarbardaga sinn gegn Amanda Cooper. Cooper var sjálf 116 pund (leyfilegt að vera einu pundi yfir nema þegar um titilbardaga er að ræða) og var því sjö punda munur á þeim í vigtuninni í morgun.

Dern hefur verið í basli með að ná 115 punda strávigtinni en þetta er í þriðja sinn sem hún nær ekki tilsettri þyngd. Líklegt má telja að hún fari upp í 125 punda fluguvigt kvenna eftir bardagann en Dern missir 30% af launum sínum fyrir að ná ekki vigt.

Dern er 11. bardagamaðurinn í UFC sem nær ekki vigt á þessu ári. Fimm bardagar hafa verið felldir niður en fimm farið fram og hefur sá sem hefur ekki náð vigt unnið í öll fimm skiptin.

Dern mætti með sérstaka vigt til að hjálpa sér við að ná tilsettri þyngd en það skilaði ekki árangri.

Allir aðrir bardagamenn morgundagsins náðu tilsettri þyngd og þar á meðal John Lineker en Lineker hefur fimm sinnum mistekist að ná vigt (fjórum sinnum í fluguvigt og einu sinni í bantamvigt) en það er met í UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular