Friday, April 26, 2024
HomeForsíðaÓmar og Halldór gráðaðir í svart belti

Ómar og Halldór gráðaðir í svart belti

Ómar Yamak og Halldór Logi Valsson voru fyrr í kvöld gráðaðir í svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Þar með eru 13 Íslendingar sem hafa fengið svart belti í íþróttinni.

Svo kölluð járnun fór fram í Mjölni fyrr í kvöld þar sem ótal belti voru afhend. Gunnar Nelson gráðaði þá Ómar Yamak og Halldór Loga í svart belti. Báðir hafa náð frábærum árangri á jiu-jitsum mótum erlendis á þessu ári og vel að þessu komnir.

Með gráðuninni hafa 13 Íslendingar náð þeim áfanga að vera gráðaðir í svart belti. Aðir sem hafa náð þessum áfanga eru Haraldur Þorsteinsson, Gunnar Nelson, Arnar Freyr Vigfússon, Kári Gunnarsson, Ingþór Örn Valdimarsson, Jóhann Eyvindsson, Axel Kristinsson, Bjarni Baldursson, Sighvatur Magnús Helgason, Þráinn Kolbeinsson og Daði Steinn Brynjarsson.

Þá voru nokkur brún belti afhend í kvöld en Bjarki Þór Pálsson, Inga Birna Ársælsdóttir, Birta Ósk Gunnarsdóttir, Kristján Helgi Hafliðason og Sigurgeir Hreiðarsson fengu öll brúna beltið í kvöld. Einnig voru fjölmörg fjólublá belti og blá belti gráðuð í kvöld. Óskum öllum til hamingju með beltin sín.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular