Þeir Magnús Ingi Ingvarsson og Björn Þorleifur Þorleifsson eru einnig komnir með staðfesta bardaga á FightStar bardagakvöldið þann 7. október. Það verða því sex Íslendingar í eldlínunni í London á bardagakvöldinu.
Eins og við greindum frá í vikunni munu nokkrir Íslendingar berjast á FightStar Championship 12 bardagakvöldinu þann 7. október í London. Bjarki Þór Pálsson verður í aðalbardaga kvöldsins en það verður fjórði atvinnubardagi hans.
Yngri bróðir hans, Magnús Ingi Ingvarsson (7-2-1), hefur nú fengið staðfestan andstæðing á kvöldið. Sá heitir Farukh Aligadjiev (5-0) og kemur frá Dagestan.
Þá mun taekwondo kappinn Björn Þorleifur (1-1) mæta John Sutton (0-0) frá Englandi. Þetta verða síðustu áhugamannabardagar Magnúsar og Björns áður en þeir fara í atvinnubardagana.
Eins og áður segir verða sex Íslendingar í eldlínunni þann 7. október og gætu fleiri bæst við. Hér má sjá þá Íslendinga sem eru komnir með bardaga:
Bjarki Þór Pálsson (3-0) gegn Quamer ‘Machida’ Hussein (6-2)
Ingþór Örn Valdimarsson (0-1) gegn Dawid Panfil (0-0)
Bjarki ‘Big Red’ Pétursson (1-0) gegn Felix Klinkhammer (4-0)
Þorgrímur ‘Baby Jesus’ Þorgrímsson (1-0) mætir Dalius Sulga (4-3)
Björn Þorleifur Þorleifsson (1-1) gegn John Sutton (0-0)
Magnús Ingi Ingvarsson (7-2-1) gegn Farukh Aligadjiev (5-0)
Þeir Íslendingar sem hafa áhuga á að fara á bardagana eru hvattir til að gerast meðlimir í Facebook hópnum tengdum bardögunum hér en þar má finna upplýsingar um miða og fleira á bardagana.