spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMagnús Ingi og Björn Þorleifur bætast við FightStar bardagakvöldið

Magnús Ingi og Björn Þorleifur bætast við FightStar bardagakvöldið

Þeir Magnús Ingi Ingvarsson og Björn Þorleifur Þorleifsson eru einnig komnir með staðfesta bardaga á FightStar bardagakvöldið þann 7. október. Það verða því sex Íslendingar í eldlínunni í London á bardagakvöldinu.

Eins og við greindum frá í vikunni munu nokkrir Íslendingar berjast á FightStar Championship 12 bardagakvöldinu þann 7. október í London. Bjarki Þór Pálsson verður í aðalbardaga kvöldsins en það verður fjórði atvinnubardagi hans.

Yngri bróðir hans, Magnús Ingi Ingvarsson (7-2-1), hefur nú fengið staðfestan andstæðing á kvöldið. Sá heitir Farukh Aligadjiev (5-0) og kemur frá Dagestan.

Björn Þorleifur Þorleifsson.

Þá mun taekwondo kappinn Björn Þorleifur (1-1) mæta John Sutton (0-0) frá Englandi. Þetta verða síðustu áhugamannabardagar Magnúsar og Björns áður en þeir fara í atvinnubardagana.

Eins og áður segir verða sex Íslendingar í eldlínunni þann 7. október og gætu fleiri bæst við. Hér má sjá þá Íslendinga sem eru komnir með bardaga:

Bjarki Þór Pálsson (3-0) gegn Quamer ‘Machida’ Hussein (6-2)
Ingþór Örn Valdimarsson (0-1) gegn Dawid Panfil (0-0)
Bjarki ‘Big Red’ Pétursson (1-0) gegn Felix Klinkhammer (4-0)
Þorgrímur ‘Baby Jesus’ Þorgrímsson (1-0) mætir Dalius Sulga (4-3)
Björn Þorleifur Þorleifsson (1-1) gegn John Sutton (0-0)
Magnús Ingi Ingvarsson (7-2-1) gegn Farukh Aligadjiev (5-0)

Þeir Íslendingar sem hafa áhuga á að fara á bardagana eru hvattir til að gerast meðlimir í Facebook hópnum tengdum bardögunum hér en þar má finna upplýsingar um miða og fleira á bardagana.

Magnús Ingi Ingvarsson.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular