spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMagnús Ingi: Yndislegt að hafa Evrópumeistarann 2015 til að undirbúa Evrópumeistarann 2016

Magnús Ingi: Yndislegt að hafa Evrópumeistarann 2015 til að undirbúa Evrópumeistarann 2016

Magnús Ingi Ingvarsson er einn af Íslendingunum átta sem keppir á Evrópumótinu í MMA. Mótið hefst á morgun í Prag og er Magnús ákveðinn í að koma með gullið heim.

Magnús keppir í veltivigt (-77 kg) en Magnús hefur ekkert barist síðan í mars í fyrra. Þá tapaði hann sínum fyrsta bardaga og ákvað að taka sér smá frí frá keppni. „Ég var kominn á mjög svona öðruvísi stað, hættur að vera með áhyggjur fyrir fight og soldið cocky,“ segir Magnús.

Magnús hefur bætt sig mikið síðan þá að sínu mati og þrátt fyrir að hafa ekkert barist hefur hann ekkert slakað á á æfingum.

Eldri bróðir Magnúsar, Bjarki Þór Pálsson, vann Evrópumeistaratitilinn á sama móti í fyrra. Bjarki Þór keppti einnig í veltivigt og ætlar Magnús að feta í fótspor bróður síns og taka Evrópumeistaratitilinn.

„Það er yndislegt að hafa Evrópumeistarann 2015 til að undirbúa Evrópumeistarann 2016, hann er búinn að hjálpa mér í öllu. Hann gefur ekkert eftir og lætur mig finna fyrir því. Hann veit hvað þarf til, treysti honum fullkomnlega fyrir þessu.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular