spot_img
Monday, November 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMagnús og Aron með sigra í Carlisle

Magnús og Aron með sigra í Carlisle

Tveir Íslendingar börðust á Vison MMA Combat bardagakvöldinu fyrr í kvöld. Strákarnir koma heim með tvo sigra en bardagakvöldið fór fram í Carlisle.

Strákarnir koma báðir frá Reykjavík MMA en Aron Leó Jóhannsson var fyrstur. Aron mætti Norðmanninum Kristoffer Langerud (0-1 fyrir bardagann) en þetta var fyrsti bardagi Arons. Aron sigraði eftir dómaraákvörðun í jöfnum og spennandi bardaga.

Magnús ‘Loki’ Ingvarsson (2-0 fyrir bardagann) mætti Dan Ballard (0-1 fyrir bardagann) í sínum þriðja atvinnubardaga. Magnús var í nákvæmlega engum vandræðum með Ballard. Magnús tók bakið á Ballard og pipraði hann með nokkrum höggum áður en hann læsti „rear naked choke“ hengingunni. Ballard kom inn í bardagann með nokkurra daga fyrirvara eftir að upprunalegi andstæðingur Magnúsar hafði dottið út. Magnús er núna 3-0 sem atvinnumaður eftir sigurinn en bardagann má sjá hér að neðan.

Mel Már Halidesson úr Iceland Combat Arts átti að keppa í kvöld en þurfti að draga sig úr bardaganum vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í vikunni.

Á Ambition Fight Series eru síðan fjórir keppendur frá Reykjavík MMA og Mjölni en nánar verður fjallað um þá bardaga um leið og þeir klárast.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular