Íslensku keppendurnir hafa lokið keppni á þriðja degi Evrópumótsins í MMA. Magnús, Egill, Bjarni, Björn og Hrólfur börðust allir í dag.
Strákarnir börðust allir með stuttu millibili á hádeginu í dag en Dagmar barðist í morgun þar sem hún tapaði eftir tæknilegt rothögg í 1. lotu.
Herbergisfélagarnir Bjarni Kristjánsson og Egill Øydvin Hjördísarson mættust í 8-manna úrslitum í léttþungavigt. Bjarni ákvað að gefa bardagann og tapaði því eftir munnlega uppgjöf eftir eina sekúndu. Egill er því kominn áfram í undanúrslit. Tístið hjá MyNextMatch er reyndar ekki rétt, það er Egill sem fer áfram.
#Cage2 Result: Bout 14 – LHW Bjarni Kristjánsson def. Egill Hjördísarson via Sub (Verbal tap) (Round 1 – 0:01) #2016IMMAFEuros
— MyNextMatch (@mynextmatch) November 24, 2016
Magnús Ingi Ingvarsson er kominn í undanúrslit eftir sigur á Ziiad Sadaily frá Rússlandi. Magnús kláraði Rússsann með hengingu í 1. lotu en þetta var þriðji bardaginn hans á þremur dögum!
Welterweight result: #Cage1 bout 12 – Magnus Ingvarsson (ISL) def. Ziiad Sadaily (RUS) via Submission (RNC), round 1 #2016IMMAFEuros
— IMMAF (@IMMAFed) November 24, 2016
Hrólfur Ólafsson mætti Florian Aberger frá Austurríki í 8-manna úrslitum í millivigtinni. Því miður tapaði Hrólfur eftir tæknilegt rothögg í 1. lotu og er úr leik.
Middleweight result: #Cage1 bout 14 – Florian Aberger (AUT) def. Hrolfur Olafsson (ISL) via TKO, round 1 #2016IMMAFEuros
— IMMAF (@IMMAFed) November 24, 2016
Björn Þorleifur Þorleifsson keppti einnig í millivigt en hann mætti Rostem Akman frá Svíþjóð. Björn tapaði eftir hengingu í 1. lotu og er einnig úr leik.
Middleweight result: #Cage1 bout 13 – Rostem Akman (SWE) def. Bjorn Thorleifsson (ISL) via Submission (RNC), round 1 #2016IMMAFEuros
— IMMAF (@IMMAFed) November 24, 2016
Það eru því bara Egill og Magnús sem eru eftir af keppendunum átta en þeir keppa í undanúrslitum á morgun.