spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMagnús og Egill áfram - Bjarni, Björn og Hrólfur úr leik

Magnús og Egill áfram – Bjarni, Björn og Hrólfur úr leik

egill-bjarniÍslensku keppendurnir hafa lokið keppni á þriðja degi Evrópumótsins í MMA. Magnús, Egill, Bjarni, Björn og Hrólfur börðust allir í dag.

Strákarnir börðust allir með stuttu millibili á hádeginu í dag en Dagmar barðist í morgun þar sem hún tapaði eftir tæknilegt rothögg í 1. lotu.

Herbergisfélagarnir Bjarni Kristjánsson og Egill Øydvin Hjördísarson mættust í 8-manna úrslitum í léttþungavigt. Bjarni ákvað að gefa bardagann og tapaði því eftir munnlega uppgjöf eftir eina sekúndu. Egill er því kominn áfram í undanúrslit. Tístið hjá MyNextMatch er reyndar ekki rétt, það er Egill sem fer áfram.

Magnús Ingi Ingvarsson er kominn í undanúrslit eftir sigur á Ziiad Sadaily frá Rússlandi. Magnús kláraði Rússsann með hengingu í 1. lotu en þetta var þriðji bardaginn hans á þremur dögum!

Hrólfur Ólafsson mætti Florian Aberger frá Austurríki í 8-manna úrslitum í millivigtinni. Því miður tapaði Hrólfur eftir tæknilegt rothögg í 1. lotu og er úr leik.

Björn Þorleifur Þorleifsson keppti einnig í millivigt en hann mætti Rostem Akman frá Svíþjóð. Björn tapaði eftir hengingu í 1. lotu og er einnig úr leik.

Það eru því bara Egill og Magnús sem eru eftir af keppendunum átta en þeir keppa í undanúrslitum á morgun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular