Friday, May 3, 2024
HomeErlentÍþróttasamband New York-fylkis elskar að gefa mönnum bönn

Íþróttasamband New York-fylkis elskar að gefa mönnum bönn

yoel-romeroÍþróttasamband New York-fylkis (NYSAC) finnst greinilega gaman að senda menn í bönn. NYSAC hefur gefið þeim Thiago Alves, Kelvin Gastelum og Yoel Romero mislöng bönn fyrir fögnuð og fyrir að ná ekki tilsettri þyngd.

Thiago Alves var dæmdur í þriggja mánaða bann af sambandinu fyrir að ná ekki vigt fyrir bardaga sinn gegn Jim Miller á UFC 205. Í samtali við MMA Fighting segir Alves að þetta sé algengt bann frá hnefaleikasambandi New York en UFC 205 var auðvitað fyrsti viðburður UFC í New York-fylki í 21 ár.

Kelvin Gastelum var svo dæmdur í sex mánaða bann af NYSAC fyrir að ná ekki vigt fyrir bardaga sinn gegn Donald Cerrone á UFC 205. Hann fær lengra bann en Alves þar sem hann mætti ekki einu sinni í vigtunina. Bann Gastelum er hins vegar sérstakt að því leyti að það er einungis gilt í New York fylki. Hann má því berjast í öðrum fylkjum en getur ekki barist í New York næsta hálfa árið. Ýmsar getgátur eru uppi um að Gastelum fái bardaga gegn Tim Kennedy á UFC 206 eftir að í ljós kom að Rashad Evans fær ekki leyfi frá íþróttasambandinu í Ontario, Kanada til að berjast.

Síðasta bannið fékk Yoel Romero en það fær hann fyrir að stökkva yfir búrið og marsera eins og hermaður eftir sigurinn gegn Chris Weidman. Bannið gildir í 60 daga og því getur Yoel Romero ekki barist fyrr en í fyrsta lagi 12. janúar 2017.

Samkvæmt reglugerðum í New York er bannað að yfirgefa búrið fyrr en að úrslit bardagans hafa verið kunngjörð opinberlega. Þetta ætti þó ekki að koma að sök fyrir Romero enda afar litlar líkur á því að sennilegur titilbardagi hans gegn millivigtarmeistaranum Michael Bisping muni eiga sér stað á þessu tímabili.

Óhætt er að segja að þessi bönn séu afar skrítin og reglugerðir New York fylkis séu afar frábrugðnar reglum annara íþróttasambanda en við höfum ekki áður sé bönn af þessu tagi. Mögulega verða gerðar breytingar á reglunum eftir nokkra MMA-viðburði, en reglurnar taka mikið mið af hnefaleikum.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular