spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMálsupptöku Jon Jones frestað

Málsupptöku Jon Jones frestað

Mál Jon Jones verður ekki tekið fyrir í desember eins og til stóð. Jones féll á lyfjaprófi í sumar og fer málsvörn hans ekki fram fyrr en í febrúar.

Jon Jones sigraði Daniel Cormier á UFC 214 í júlí á þessu ári. Nokkrum vikum eftir bardagann kom í ljós að Jones hefði fallið á lyfjaprófi. Anabólíski sterinn Turinabol fannst í lyfjaprófinu sem tekið var daginn fyrir bardagann gegn Cormier. Niðurstaða bardagans var í kjölfarið dæmd ógild, en Jones hafði sigrað bardagann með rothöggi í 3. lotu, og er Daniel Cormier enn léttþungavigtarmeistari.

Jon Jones stóðst sjö óvænt lyfjapróf en féll á eina lyfjaprófinu sem hann vissi nákvæmlega hvenær færi fram. Jones getur átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára bann verði hann dæmdur sekur enda féll hann einnig á lyfjaprófi í fyrra.

Aðeins örfáum dögum fyrir UFC 200 í fyrra féll Jones á lyfjaprófi eftir að estrógen hindrar fundust í lyfjaprófi hans. Jones tókst hins vegar að sýna fram á að efnið hefði komið úr rispillu sem hann innbyrti. Hann fékk engu að síður eins árs bann.

Jones og hans lið hafa alla tíð haldið fram sakleysi sínu eftir að nýjasta lyfjamálið kom upp og verður því afar áhugavert að sjá hvernig málsvörn hans verður í þetta sinn. Upphaflega átti málið að vera tekið fyrir af CSAC (California State Athletic Commission, þar sem bardaginn fór fram í Kaliforníu) þann 12. desember. Jones og hans lið óskuðu eftir frestun málsins og mun málið nú verða tekið fyrir í febrúar.

USADA, sem sér um öll lyfjamál UFC, á einnig eftir að taka málið fyrir en líklega verður það á sama tíma og CSAC tekur málið. Við þurfum því að bíða fram á næsta ár til að vita hver örlög Jon Jones verða.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular