spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC 188

Mánudagshugleiðingar eftir UFC 188

werdum cain velasUFC 188 fór fram um helgina og var kvöldið nokkuð skemmtilegt. Það markverðasta var án nokkurs vafa sigur Fabricio Werdum á Cain Velasquez.

Fabricio Werdum er þungavigtarmeistari UFC. Frábær frammistaða hans á laugardaginn gegn Cain Velasquez og frábær undirbúningur skilaði honum titlinum. Velasquez byrjaði bardagann vel og var fyrsta lotan hans. Í annarri lotu tók Werdum yfir og var að hafa mun betur í standandi viðureign og það sama var uppi á teningnum í þriðju lotu. Velasquez fór í fellu en lenti í „guillotine“ hengingu og neyddist til að gefast upp.

Það er ljóst að Fabricio Werdum var einfaldlega betur undirbúinn en Velasquez. Werdum eyddi rúmum mánuði í Mexíkóborg, hátt yfir sjávarmáli, fyrir bardagann til að venjast lofstlaginu. Mexíkóborg er um 2,25 km yfir sjávarmáli og því getur verið gríðarlega erfitt að berjast þar. Velasquez er þekktur fyrir að vera með endalaust þol en var skyndilega orðinn þreyttur í annarri lotu. Það er nokkuð sem fáir bjuggust við.

UFC hefur lengi viljað sjá Velasquez berjast í Mexíkó. Það var því íronískt að sjá Velasquez ströggla í erfiðu loftslaginu í Mexíkó.

Það má segja að sjálfsöryggi Cain Velasquez hafi orðið honum að falli. Javier Mendez, yfirþjálfari American Kickboxing Academy þar sem Velasquez æfir, vildi fara fyrr til Mexíkó til að venjast lofslaginu en Velasquez var ekki sammála. Velasquez var viss um að það myndi ekki hafa mikil áhrif á sig. Mendes tókst loks að sannfæra Velasquez um að koma tveimur vikum fyrr til Mexíkó en eins og sást á laugardaginn var það ekki nóg.

Það eru þó fleiri þættir sem gætu hafa spilað inn í. Adrenalínið gæti hafa haft áhrif á hann þar sem langt er liðið síðan hann keppti síðast. Hann mun samt án nokkurs vafa koma sterkur til baka og mun næsti andstæðingur hans mæta glorhungruðum og reiðum Cain Velasquez. Þess má geta að bæði töp Velasquez komu eftir að hann var frá keppni í meira en ár.

Óljóst er hver næsti andstæðingur Fabricio Werdum verður. Junior dos Santos og Andrei Arlovski gætu verið næstir en báðir hafa þeir sigrað nýja meistarann. Stipe Miocic gæti einnig fengið næsta titilbardaga og virðist þungavigtin allt í eina vera orðin talsvert meira spennandi. Ben Rothwell og Alistair Overeem eru einnig skammt frá titilbardaga og gæti UFC sett saman nokkra mjög áhugaverða bardaga.

Junior dos Santos verður ekki tilbúinn fyrr en í október/nóvember en hann hefur bara sigrað einn bardaga síðan hann tapaði fyrir Velasquez síðast (sigur á Stipe Miocic). UFC gæti gefið Andrei Arlovski titilbardaga og Ben Rothwell og Stipe Miocic gætu barist um hvor fái næsta titilbardaga. Þá gætu þeir Alistair Overeem og Junior dos Santos barist í haust og gæti sá sigurvegari auðveldlega fengið titilbardaga.

Eins og sést eru margir möguleikar í boði fyrir UFC. Þungavigtin er galopin og eru spennandi tímar framundan. Því miður er samt enginn ungur og upprennandi á leiðinni upp í þungavigtinni.

Bardagakvöldið var fínasta skemmtun. Bardagi Eddie Alvarez og Gilbert Melendez stóð kannski ekki alveg undir væntingum en besti bardagi kvöldsins var bardagi Charles Rosa og Yair Rodriguez. Rodriguez sigraði eftir klofna dómaraákvörðun í hörku bardaga.

UFC heldur til Þýskalands um helgina þar sem þær Joanna Jędrzejczyk og Jessica Penne mætast í aðalbardaganum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular