0

Íslendingur vann 145.000 kr á UFC 188 – Setti 1400 kr undir

Íslendingur hlaut stóran vinning á Betsson um helgina er hann vann tæpar 145.000 kr. Sá heppni veðjaði 1400 kr. á fimm bardaga á UFC 188 og hafði rétt fyrir sér í öll skiptin.

Stuðullinn var ansi hár á sigri Werdum (3,90) en heildarstuðullinn á bardagana fimm var 98,80. Eftir að hafa lagt 11 dollara undir (1463 kr.) var uppskeran 1086 dollarar (144.394 kr.). Ágætis hagnaður þar á ferð. Í þrjú skipti veðjaði hann gegn heimamanni og hafði rétt fyrir sér í öll skiptin.

Þetta er aðeins í annað sinn sem hinn getspaki veðjar á MMA en í bæði skiptin hefur hann unnið. Seðilinn í heild sinni má sjá hér að neðan.

betsson

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.