Monday, May 27, 2024
HomeErlentHermir eftir Conor McGregor fyrir Jose Aldo

Hermir eftir Conor McGregor fyrir Jose Aldo

Jose Aldo er nú á fullu í undirbúningi sínum fyrir risabardagann gegn Conor McGregor á UFC 189. Hann hefur nú fengið Brasilíumanninn Jonas Bilharinho til að herma eftir stíl Conor McGregor.

Jonas Bilharinho er 25 ára ósigraður bardagakappi. Hann er með virkilega gott sparkbox og hefur klárað fjóra af sex sigrum sínum með rothöggi. Bilharinho er fjaðurvigtarmeistari Jungle Fights en bardagasamtökin eru þau stærstu í Brasilíu.

Jose Aldo hefur nú fengið hann til að aðstoða sig við undirbúninginn og á Bilharinho að herma eftir stíl Conor McGregor. Írinn notar mikið af óhefðbundnum spörkum en Bilharinho er sjálfur með stórt vopnabúr af alls kins spörkum.

Bæði Aldo og McGregor verða í sínu allra besta formi þann 11. júlí þegar UFC 189 fer fram. Aðdáendur geta vart beðið eftir bardaganum og eru nú aðeins 24 dagar í bardagann.

Hér að neðan má sjá bardaga með Bilharinho.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular