spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night 78: Magny vs. Gastelum

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night 78: Magny vs. Gastelum

magny gastelum

UFC lagði leið sína til Mexíkó um helgina í þriðja sinn. Kelvin Gastelum mætti Neil Magny í frábærum aðalbardaga kvöldsins.

Upphaflega átti Matt Brown að mæta Gastelum en Brown meiddist svo Neil Magny greip tækifærið með þriggja vikna fyrirvara.

Jafn bardagi

Aðalbardagi kvöldsins á milli Kelvin Gastelum og Neil Magny olli ekki vonbrigðum. Hann var fjörugur og báðir menn sýndu sínar bestu hliðar. Magny gekk betur framanaf og náði bakinu á Gastelum nokkrum sinnum. Þriðja lotan var jöfn en í fjórðu og fimmtu var það Gastelum sem kom inn betri höggum og ætlaði að stela sigrinum. Að lokum sigraði Magny á klofnum dómaraúrskurði og sennilega var munurinn sá að tveir dómarar gáfu honum þriðju lotuna. Bardaginn svaraði því ekki beinlínis spurningunni hvor er betri en það er Magny sem mun færast upp styrkleikalistann á meðan Gastelum þarf að taka sig á.

Magny vanmetinn enn einu sinni

Neil Magny er búinn að vinna níu af síðustu tíu bardögum en virðist samt alltaf vera vanmetinn. Eina tapið var gegn Demian Maia sem kaffærði hann á gólfinu og kláraði með hengingu. Nú er hann búinn að sigra Erick Silva og Kelvin Gastelum í röð og fær eflaust einhvern hrikalegan í næsta bardaga. Spurningin er, verður hann vanmetinn aftur?

diego

Næstum útilokað að klára Diego Sanchez

Fáir áttu von á að Diego Sanchez gæti sigrað Ricardo Lamas svo spurningin var fyrst of fremst hvort Lamas gæti klárað bardagann. Sanchez hefur tapað átta sinnum á ferlinum, alltaf nema einu sinni á stigum. Þetta eina skipti var gegn B.J. Penn en þá var það dómarinn sem stoppaði bardagann eftir ráðleggingar læknis. Ricardo Lamas reyndi hvað hann gat. Hann sparkaði Sanchez sundur og saman en Diego hoppaði bara um á einum fæti eins og Ormar einfættti og lifði af. Sanchez er klárlega harðjaxl en spurningin núna er hvort hann eigi enn heima í UFC.

henry-cejudo

Er Henry Cejudo næsti Holly Holm?

Henry Cejudo sigraði Jussier Formiga á stigum og tryggði sér bardaga gegn ríkjandi meistara, Demetrious ‘Mighty Mouse’ Johnson. Þessi bardagi olli svolítlum vonbrigðum en þarna mættust tveir frábærir gólfglímukappar en bardaginn fór aldrei í gólfið. Cejudo er ósigraður í MMA og fyrrum gullverðlaunahafi í ólympískri glímu (Beijing, 2008). Spurningin er því hvort að hann geti fylgt fordæmi Holly Holm og tekið beltið af meistara sem er talinn nær ósigrandi. Svarið er sennilega nei en við ættum að fá úr þessu skorið mjög fljótlega.

Næsta UFC bardagakvöld fer fram í Suður-Kóreu um næstu helgi. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Ben Henderson og Jorge Masvidal.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular