spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Chiesa vs. Lee

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Chiesa vs. Lee

UFC var með ágætis bardagakvöld í Oklahoma í nótt þar sem þeir Kevin Lee og Michael Chiesa mættust í aðalbardaga kvöldsins. Hér eru Mánudagshugleiðingarnar eftir bardagana.

Kevin Lee sigraði Michael Chiesa með hengingu í 1. lotu. Chiesa var brjálaður strax eftir bardagann enda tappaði hann aldrei út, gaf aldrei til kynna að hann vildi hætta og var enn við meðvitund. Dómarinn Mario Yamasaki stöðvaði bardagann of snemma þar sem hann taldi Chiesa vera meðvitundarlaus eftir henginguna. Sennilega var þessu lokið hjá Chiesa enda hengingin hjá Lee nokkuð þétt en bardagamaðurinn á að fá að njóta vafans.

Því miður skyggir þetta á annars glæsilega frammistöðu Kevin Lee. Hann náði góðri fellu, gerði vel í að komast á bakið og halda sér á bakinu og náði að læsa hengingunni á frábærum glímumanni. Þetta var hans fimmti sigur í röð og hans besti á ferlinum.

Chiesa og Lee virtust báðir vera til í að endurtaka leikinn en það væri í raun sóun á tíma þeirra. Dómarinn stöðvaði þetta vissulega of snemma en þetta er ekki það umdeilt atvik að þeir hreinlegi verði að berjast strax aftur. Það væri alveg gaman að sjá þá mætast aftur í framtíðinni en það eru fullt af öðrum spennandi viðureignum fyrir þá báða í léttvigtinni.

Johny Hendricks ekki í toppformi.

Tim Boetsch sigraði Johny Hendricks með tæknilegu rothöggi í 2. lotu í gær. Ferill Johny Hendricks er einfaldlega í frjálsu falli en hann er með tvo sigra og fimm töp síðan hann vann beltið árið 2014. Auk þess náði hann ekki millivigtartakmarkinu á laugardaginn og er svo sannarlega á hálum ís hjá UFC.

Þetta agaleysi er stærsta vandamál Johny Hendricks. Hann er lágvaxinn veltivigtarmaður og ætti ekki að eiga í nokkrum vandræðum með því að ná 185 pundunum. Hann tútnar hins vegar alltaf út á milli bardaga og á erfitt með að losa sig við kílóin.

Hann sagðist meira að segja hafa frestað niðurskurðinum um nokkra daga þar sem hann var svo nálægt millivigtartakmarkinu og hafði engar áhyggjur af þessu. Þetta átti ekki vera neitt mál fyrir hann að ná 185 pundunum eftir martröðina í 170 pundunum en enn á ný klúðraði hann þessu. Ekki gott Johny, alls ekki gott.

B.J. Penn hélt áfram að valda aðdáendum sínum vonbrigðum og sorg. Penn tapaði fyrir Dennis Siver eftir dómaraákvörðun og var þetta hans fimmta tap í röð. Hann átti ekkert eftir í síðustu lotunni og var eins og gangandi boxpúði síðustu tvær mínúturnar. Siver lenti 56 höggum í síðustu lotunni á móti aðeins 14 frá Penn.

Ekki er vitað hvað Penn ætlar að gera á þessari stundu og hvort UFC haldi honum. Þetta er bara eins sorglegt og það verður hjá manni í hans stöðu – goðsögn sem hreinlega kann ekki að hætta. Það er eins og hann viti ekki hvað hann eigi að gera við líf sitt ef hann getur ekki barist. Penn verður bara að sætta sig við að þetta er búið og tími til kominn að gera eitthvað annað í lífinu. Þetta eru erfiðir tímar fyrir B.J. Penn aðdáendur.

Eftir nokkrar helgar í röð af UFC kemur pása næstu helgi hjá UFC. Helgina eftir það fáum við tvö bardagakvöld þegar TUF Finale og UFC 213 fara fram.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular