spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Moicano vs. Korean Zombie

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Moicano vs. Korean Zombie

Embed from Getty Images

UFC heimsótti Greenville um síðustu helgi. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Renato Moicano og Chan Sung Jung en hér eru Mánudagshugleiðingar eftir bardagakvöldið.

Það tók Chan Sung Jung aðeins 30 sekúndur að vanka Renato Moicano á laugardaginn. Tæpum 30 sekúndum seinna var Jung búinn að klára Moicano með höggum og aðalbardagi kvöldsins því búinn.

Þetta var ekki alveg það sem við var að búast en flestir bjuggust sennilega við löngu stríði. Sigurinn sýndi samt að gæðin eru ennþá til staðar hjá Jung og hann er ennþá meðal þeirra bestu í fjaðurvigtinni. Meiðsli, löng fjarvera og erfið stríð hafa látið mann efast um kóreska uppvakninginn en hann er ennþá frábær. Jung var að vinna áður en hann var rotaður af Yair Rodriguez á síðustu sekúndu í 25 mínútna bardaga (reyndar 24 mínútur og 59 sekúndur) svo kannski á hann bara helling eftir sem topp áskorandi í fjaðurvigtinni.

Þetta var líka gullfallegt hjá Jung. Moicano henti fram stungu og Jung beitti fullkominni gagnárás sem felldi Moicano. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Jung og óskaði hann eftir titilbardaga eftir sigurinn. Það er ansi hæpið að hann fái ósk sína uppfyllta enda bara unnið tvo bardaga af þremur á síðustu tveimur árum. Hann er samt alls ekki langt frá titilbardaga en þarf að gera meira. Bardagi gegn Alexander Volkanovski (sem Ástralinn hefur enga ástæðu til að taka) eða endurat gegn Jose Aldo ættu samt að koma Jung í kjörstöðu í fjaðurvigtinni.

Renato Moicano er nú kominn enn lengra frá titilbardaganum. Tvö töp í röð, bæði eftir tæknilegt rothögg, setja hann í slæma stöðu. Sennilega er hann ekki að fara að taka það miklum framförum að hann komist alla leið í titilbardaga en hann er bara þrítugur og nokkur góð ár eftir. Þegar komið er á þetta getustig er stutt á milli og kannski þarf hann bara smá heppni til að komast í titilbardaga. Einhvern veginn er samt erfitt að trúa því að Moicano verði meistari þó hann sé klárlega topp 10 bardagamaður í fjaðurvigtinni.

Embed from Getty Images

Hinn smávaxni Deron Winn átti síðan mjög góða frammistöðu gegn Eric Spicely í frumraun sinni í UFC. Bardaginn var sá besti á kvöldinu og verður gaman að sjá Winn í framhaldinu. Spicely var líka í slæmum málum fjárhagslega og stóð bankareikningurinn í -230 dollurum (um 30.000 ISK) fyrir helgina. 50.000 dollara bónusinn var því afar kærkominn fyrir Spicely.

Næsta bardagakvöld UFC fer fram um næstu helgi en þá mætast þeir Junior dos Santos og Francis Ngannou í aðalbardaga kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular