spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Rivera vs. Moraes

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Rivera vs. Moraes

Embed from Getty Images

UFC var með lítið bardagakvöld í Utica í New York síðasta föstudag. Í aðalbardaga kvöldsins sáum við Marlon Moraes klára Jimmie Rivera en hér eru Mánudagshugleiðingar eftir bardagakvöldið.

Það tók Marlon Moraes ekki nema 33 sekúndur að klára Rivera. Þar með lauk 20 bardaga sigurgöngu Rivera á örskots stundu. Eitt spark og sigurgangan bara búin.

Nú er Moraes búinn að vinna þrjá bardaga í röð síðan hann tapaði fyrir Raphael Assuncao eftir klofna dómaraákvörðun. Fyrstu tveir bardagarnir hans í UFC voru fremur rólegur en núna hefur hann rotað Aljamain Sterling og Rivera á samanlagt 100 sekúndum.

Með sigrinum gerir Moraes sterkt tilkall til titilbardaga en Rapahel Assuncao gæti verið ósáttur með það. Moraes hefur að vísu unnið þrjá bardaga síðan þeir börðust en Assuncao bara einn. Þá virðist UFC ekki hafa mikinn áhuga á Assuncao enda fær hann bara andstæðinga utan topp 10 á meðan Moraes fær topp andstæðinga.

Embed from Getty Images

Besti veiðimaðurinn í UFC, Gregor Gillespie, sýndi svo aftur hve góður bardagamaður hann er þegar hann kláraði Vinc Pichel í 2. lotu með hengingu. Gillespie hefur nú unnið alla fimm bardaga sína í UFC og klárað fjóra af þeim. Kominn tími á að gefa honum alvöru andstæðing til að sjá úr hverju hann er gerður. Gillespie virðist allavegna hafa allt til brunns að bera til að verða líklegur áskorandi í léttvigtinni.

Þeir efnilegu Nathaniel Wood og Jose Torres unnu báðir sína fyrstu bardaga í UFC. Báðir voru þeir þó í vandræðum áður en andstæðingurinn gerði slæm mistök. Jarred Brooks rotaði sjálfan sig með því að ætla að slamma Torres en hafði yfirhöndina fram að því. Johnny Eduardo var sömuleiðis með yfirhöndina gegn Wood áður en hann fór í slappa fellu og endaði á að tappa út eftir hengingu.

Næsta UFC er nú um helgina og er þar einfaldlega besta bardagakvöld ársins þar sem þeir Robert Whittaker og Yoel Romero mætast í aðalbardaga kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular