spot_img
Tuesday, December 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentYair Rodriguez enn samningsbundinn UFC og mætir Zabit á UFC 228

Yair Rodriguez enn samningsbundinn UFC og mætir Zabit á UFC 228

Yair Rodriguez er enn í UFC þrátt fyrir fregnir um að hann hafi verið látinn fara á dögunum. Rodriquez býst við að mæta Magomed Sharipov á UFC 228 í september.

Samningi Yair Rodriguez við UFC var sagt vera rift á dögunum. Rodriguez er einn af þeim efnilegustu í fjaðurvigtinni í UFC og komu tíðindin því verulega á óvart. Rodriguez var sagður hafa hafnað tveimur bardögum frá UFC og var samningi hans því rift. Dana White, forseti UFC, sagði að það væri hreinlega ekki í boði að hafna öllum bardögum.

Rodriguez mætti í The MMA Hour í síðustu viku þar sem hann sagði þetta allt vera einn stóran misskilning. Hann átti síðar fund á föstudaginn við Sean Shelby, sem sér um að raða öllum bardögunum saman í UFC, og hafa málin aldrei verið betri hjá Rodriguez. Hann lauk svo skilaboðunum á Twitter með því að segjast ætla að hitta Zabit Magomedsharipov í búrinu í september. Bardaginn hefur þó ekki verið staðfestur af UFC.

Bardagi á milli Rodriguez og Magomedsharipov væri mikið fyrir augað enda tveir virkilega skemmtilegir bardagamenn. Rodriguez hefur ekkert barist síðan Frankie Edgar rústaði honum á UFC 211 í maí 2017.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular