spot_img
Tuesday, October 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGuðrún Björk með frábæran árangur á NAGA á Spáni

Guðrún Björk með frábæran árangur á NAGA á Spáni

Guðrún Björk Jónsdóttir úr VBC náði frábærum árangri um helgina á NAGA móti á Spáni. Guðrún fékk eitt gull og þrjú silfur á mótinu.

Mótið fór fram á Malaga á Spáni og keppti Guðrún í expert flokki á mótinu en sá flokkur er ætlaður fyrir fjólublá, brún og svört belti í brasilísku jiu-jitsu. Guðrún er blátt belti en hennar flokkur var sameinaður með expert flokknum. Guðrún var skráð í -79,9 kg flokk en tók einnig þátt í +80 kg flokki.

Í nogi (án galla) tók hún gullið í -79,9 kg flokki þar sem hún vann báðar glímurnar á stigum. Í gi hluta flokksins tók hún fyrri glímuna á „triangle“ hengingu en tapaði úrslitaglímunni á axlarlás (keylock).

Í +80 kg flokki fékk hún silfur í nogi og einnig silfur í gallanum. Glæsilegur árangur hjá Guðrúnu á sterku móti.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular