Friday, June 21, 2024
spot_img
HomeErlentConor McGregor 4. launahæsti íþróttamaður heims samkvæmt Forbes

Conor McGregor 4. launahæsti íþróttamaður heims samkvæmt Forbes

Árlegi Forbes listi yfir tekjuhæstu íþróttamenn ársins er kominn út. Þar er Conor McGregor í 4. sæti listans þrátt fyrir bara einn bardaga síðustu 12 mánuði.

Forbes gefur árlega út lista yfir tekjuhæstu íþróttamenn heims yfir síðasta 12 mánaða tímabil. Á 2018 listanum stekkur Conor McGregor hátt upp listann en hann var í 24. sæti árið 2017. Í ár er hann í 4. sæti á eftir Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Floyd Mayweather.

Samkvæmt Forbes fékk Conor 85 milljónir dollara fyrir bardagann gegn Floyd Mayweather eða rúmlega fimmfalt meira en hans stærsi bardagi fram að Mayweather bardaganum. Bardaginn gegn Floyd var risastór en 4,3 milljón Pay Per View voru seld það kvöld.

14 milljónir dollara fékk Conor svo í auglýsingatekjur og styrktarsamninga á tímabilinu en hann hefur verið í samstarfi við Burger King, Beats, Monster Energy, David August, BSN, Anheuser-Busch, HiSmile og Betsafe samkvæmt Forbes. Samanlagt fékk hann því 99 milljónir dollara (10,5 milljarðar íslenskra króna) síðustu 12 mánuði.

Floyd Mayweather er eins og áður segir á toppnum en hann þénaði 285 milljónir dollara (30 milljarða ISK) á síðasta ári en þar af eru 275 milljónir fyrir bardagann gegn Conor.

Óvíst er hvort Conor missi einhverja af fyrrnefndum styrktaraðilum eftir rútuárásina í apríl en hann þarf að mæta fyrir dómara þann 14. júní. Þegar mál hans verður tekið fyrir ætti að verða ljóst hvort og hvenær Conor muni berjast næst.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular