spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Teixeira vs. St. Preux

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Teixeira vs. St. Preux

glover teixeiraUFC hélt bardagakvöld í Nashville síðasta laugardagskvöld þar sem Glover Teixeira sigraði sinn fyrsta bardaga í tvö ár og Beneil Dariush sigraði eftir umdeilda dómaraákvörðun.

Í aðlbardaga kvöldsins sigraði Glover Teixeira Ovince St. Preux (OSP) eftir að hafa svæft St. Preux í 3. lotu. Teixeira batt enda á tveggja bardaga taphrynu eftir töp gegn Jon Jones og Phil Davis. Á sama tíma er OSP skilinn eftir í rykinu utan topp fimm bardagamannanna í UFC. Hann hafði kjörið tækifæri til að koma sér á meðal fimm bestu í flokknum en glataði því. Hann er skemmtilegur bardagamaður og hefur bætt sig mikið síðan hann kom úr Strikeforce en mun sennilega ekki komast mikið hærra í UFC.

Glover Teixeira hefur nú fínt tækifæri til að vinna sig aftur upp goggunarröðina á meðan Jon Jones er í útlegð. Takist Anthony Johnson að sigra Jimi Manuwa (eins og líklegt er) á UFC 191 í september væri bardagi milli Teixeira og Johnson flott viðureign.

Micheal Johnson var ekki sáttur með dómaraákvörðunina.
Micheal Johnson var ekki sáttur með dómaraákvörðunina.

Umdeild dómaraákvörðun

Beneil Dariush sigraði Micheal Johnson eftir klofna dómaraákvörðun. Flestir voru ósammála dómnum og fannst Johnson sigrað. Bardaginn var hins vegar mjög jafn og vilja margir meina að lýsing Kenny Florian hafi skekkt álit almennings.

Þegar tölfræðin er skoðuð sést betur hve jafn bardaginn var. Samkvæmt Fight Metric lentu 32% af höggum Johnson í fyrstu lotu á meðan 35% högga Dariush lentu. Johnson lenti fleiri höggum í 2. lotu en Dariush fleiri höggum í þeirri þriðju. Johnson var þó aktívari, varðist öllum fellum Dariush og stjórnaði miðjunni í búrinu meiri hlutann af bardaganum. Auk þess kýldi hann Dariush niður í 1. lotu. Þó að þetta hafi verið gríðarlega jafn bardagi hefði Johnson sennilega átt að fá sigurinn dæmdan sér í vil.

Micheal Johnson er rauður og Beneil Dariush blár.
Micheal Johnson er rauður og Beneil Dariush blár.

Það verður áhugavert að sjá hvað UFC gerir við þá í framhaldinu. Í tilvikum þar sem sigurinn er umdeildur hefur UFC gefið þeim sem tapaði (í þessu tilviki Johnson) stærri bardaga þrátt fyrir tap. Fyrir bardagann var Micheal Johnson í 5. sæti á styrkleikalistanum en Dariush í því 12. og verður áhugavert að sjá hvar fjölmiðlamenn setja þessa tvo á næsta styrkleikalista.

Ný ógn í bantamvigtinni?

Amanda Nunes sigraði Sara McMann með hengingu í fyrstu lotu. Þetta var fjórði sigur hennar í UFC en hún hefur klárað alla sína bardaga í UFC – þrjá með tæknilegu rothöggi og einn eftir uppgjafartak. Nunes kýldi McMann niður og var nálægt því að klára bardagann með höggum áður en hún læsti hengingunni. Eina tap hennar í UFC var gegn Cat Zingano og gæti verið gaman að sjá hana og Holly Holm etja kappi. Báðar eru góðar standandi og yrði sigurvegarinn kominn ansi nálægt bardaga gegn Rondu Rousey.

Næsta UFC bardagakvöld fer fram í Saskatoon í Kanada en þar berjast þeir Max Holloway og Charles Oliveira. Bardagakvöldið fer fram sunnudaginn 23. ágúst.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular