spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMánudagshugleiðingar eftir UFC helgarinnar

Mánudagshugleiðingar eftir UFC helgarinnar

benson-henderson-rafael-dos-anjos-ufc-fight-night-492Það var mikið um frábær tilþrif um helgina, enda tvö UFC bardagakvöld á laugardaginn. Annað bardagakvöldið fór fram í Macau í Kína á meðan hitt fór fram í Oklahoma í Bandaríkjunum.

Þetta er í þriðja sinn sem UFC heldur tvö bardagakvöld á einum degi en alltaf er það á sitt hvorum enda heimsins. Bardagakvöldið í Macau í Kína var hlaðið asískum bardagamönnum og öðrum minni spámönnum en síðustu tveir bardagarnir voru spennandi. Tyron Woodley rotaði Dong Hyun Kim eftir að Kóreumaðurinn reyndi spinning backfist. Kim hefur verið mun skemmtilegri og áhættusamari bardagamaður í hans þremur síðustu bardögum eftir að hafa áður notað kæfandi glímustíl sinn til að yfirbuga menn. Eftir tvö glæsileg rothögg í röð gegn Erick Silva og John Hathaway var Kim sjálfur rotaður á laugardaginn. Vonandi fer hann ekki aftur í kæfandi glímustíl sinn þar sem það hefur verið frábær skemmtun að sjá hann berjast undanfarið.

Michael Bisping sigraði Cung Le eftir tæknilegt rothögg og spurning hversu mikið Le á eftir af ferlinum. Hann er orðinn 42 ára og með mörg járn í eldinum. Þetta var hans fyrsti bardagi í 18 mánuði en hann hefur verið upptekinn við upptökur á TUF: China seríunni og kvikmyndaleik. Ekkert hefur verið gefið út um framhald hans en hann mun líklegast halda áfram að berjast á þessum bardagakvöldum í Asíu.

henderson ko

Bardagakvöldið í Oklahoma var frábært og þá sérstaklega aðalhluti bardagakvöldsins. Fimm af sex aðalbardögunum enduðu með rothöggi eða uppgjafartaki. Rafael dos Anjos var fyrsti maðurinn til að rota Ben Henderson en þótt bardaginn hafi verið stöðvaður fljótt er ekki hægt að neita því að dos Anjos hafði yfirburði í standandi viðureign frá fyrstu mínútu. Hann virtist vanka Henderson með beinni hægri áður en hann vankaði hann enn meir með fljúgandi hnésparki. Dos Anjos kýldi hann svo niður með fallegum vinstri krók og hrundi Ben Henderson niður í gólfið við það. John McCarthy hafði séð nóg og stöðvaði bardagann. Henderson mótmælti ákvörðuninni harkalega en í endursýningunni virtist hann ekki vera með öllum mjalla þegar dómarinn stöðvar bardagann. Það eru skiptar skoðanir um ákvörðun McCarthy en Rafael dos Anjos stóð engu að síður uppi sem sigurvegari.

Jordan Mein minnti rækilega á sig þegar hann rotaði Mike Pyle eftir rúma mínútu í fyrstu lotu í bardaga þeirra. Mein er aðeins 24 ára gamall en þetta var hans 38. bardagi á ferlinum. Þrátt fyrir að Pyle sé 14 árum eldri en Mein er Mein með tveimur bardögum fleira en Pyle. Fyrir bardagann var Pyle í 13. sæti á styrkleikalista UFC á meðan Mein var ekki á topp 15. Eftir þennan sigur mun Mein líklegast skjótast upp á topp 15 á meðan Pyle gæti verið á útleið.

Ljúkum þessari orðarunu með besta uppgjafartaki kvöldsins. Ben Saunders snéri aftur í UFC og varð fyrsti bardagamaðurinn til að sigra eftir omoplata uppgjafartak.

Ben Saunders Taps Chris Heatherly with Omoplata - UFC Fight Night Tulsa

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular