spot_img
Tuesday, October 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC helgarinnar...og sleppa menningarnótt

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC helgarinnar…og sleppa menningarnótt

Fyrir unnendur bardagaíþrótta sem hafa ekki áhuga á menningarnótt og öllu sem því fylgir eru nokkuð góðir valmöguleikar í boði. Það eru hvorki meira né minna en tvö UFC bardagakvöld í dag.

Fyrst er bardagakvöld í Macao (Kína) þar sem aðalbardaginn verður Michael Bisping gegn Cung Le. Um kvöldið verður svo bardagakvöld í Tulsa (Oklahoma) þar sem Ben Henderson mætir Rafael dos Anjos. Bæði kvöldin eru af minni gerðinni en það er nóg af gullmolum innan um og nægar ástæður til að horfa. Förum yfir þær helstu.

Macao UFC Fight Night Press Conference
Bisping og Le stara

Macao kvöldið

  • Michael Bisping er á síðasta séns….aftur: Bisping er með níu líf en líkur á að hann berjist um titil fara minnkandi með hverju árinu. Hann virðist alltaf tapa mikilvægu bardögunum sem eiga að koma honum í topp fimm í þyngdarflokknum. Ef hann ætlar að halda stöðu sinni og möguleikanum á að berjast um titil þá verður hann að vinna þennan bardaga.
  • Cung Le er að berjast: Það þarf ekki frekari ástæður til að horfa á þetta kvöld en að við fáum að sjá Cung Le berjast. Le er 42 ára gamall og á sennilega ekki marga bardaga eftir. Hann er kvikmyndastjarna og sparkboxari sem er alltaf skemmtilegur í búrinu með brjálæðisleg spörk og óvænt rothögg sem koma úr öllum áttum. Hér er hann að rota Rich Franklin í hans síðasta bardaga.

cungle

  • Tyron Woodley berst við “Stun Gun”: Bardagi Woodley og Dong Hyun Kim er bæði mikilvægur í veltivigt og áhugaverður hvað stílana varðar. Kim var þekktur fyrir kæfandi glímustíl en hefur breytt sér í rotara sem veður áfram með villt högg. Það verður gaman að sjá hvernig Woodley bregst við en hann þarf að sanna sig eftir slæma frammistöðu í hans síðasta bardaga. Sá sem vinnur þennan bardaga verður kominn í góða stöðu í þyngdarflokknum, sérstaklega Kim sem hefur nú unnið fjóra bardaga í röð.

Tulsa kvöldið

  • Ben Henderson heldur áfram að  harka. Það er ólíklegt að Henderson fái þriðja bardagann við Anthony Pettis þó svo að hann sé efstur á styrkleikalista UFC. Henderson þarf að vonast til að Gilbert Melendez sigri Pettis í desember. Gangi það eftir verður Henderson augljós áskorandi. En fyrst verður hann að sigra Rafael dos Anjons.
Benson Henderso
Henderson klárar Khabilov
  • Rafael dos Anjos fær annað tækifæri: Eftir fimm sigra, meðal annars gegn Donald Cerrone, tapaði dos Anjos í apríl gegn Khabib Nurmagomedov. Hann kom sterkur til baka gegn Jason High en fær hér annað tækifæri gegn einum af þeim bestu í þyngdarflokknum. Takist honum að sigra Henderson heldur hann stöðu sinni í topp 5, tapi hann verður titillinn talsvert fjarlægari.
  • Mein
    Jordan Mein.

    Æskan og reynslan takast á í veltivigt. Bardagi Mike Pyle gegn Jordan Mein mun segja okkur mikið um framtíð þessara tveggja. Pyle er þessi klassíski “gatekeeper” og Mein verður að sigra ætli hann að komast upp styrkleikastigann og skora á ljónin sem þar dvelja. Að sama skapi þarf Pyle að sigra til að halda sér í topp 15. Mein mun þurfa á öllu sínu að halda þar sem Pyle virðist aðeins tapa fyrir þeim allra bestu. Pyle er 38 ára á meðan Mein er 24 ára, þrátt fyrir það hefur Mein barist 38 bardaga á meðan Pyle hefur barist 36.

  • MMA er skemmtilegra en safnarölt þó það sé frítt í strætó: Stundum verður bara að segja það beint út.
spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular