Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaGunnar Nelson æfði með Alexander Gustafsson og fleirum í gær

Gunnar Nelson æfði með Alexander Gustafsson og fleirum í gær

gunni all stars
Frá vinstri: Ilir Latifi, Gunnar Nelson, Alexander Gustafsson og Niklas Backström.

Gunnar Nelson dvaldi í Stokkhólmi fyrr í vikunni þar sem hann tók þátt í kynningu á UFC bardagakvöldinu í Svíþjóð þann 4. október. Gunnar sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær og var stór hluti af kynningarefni UFC.

Gunnar Nelson er í aðalbardaganum á bardagakvöldinu í Svíþjóð þar sem hann mætir Rick Story en almenn miðasala hófst í dag. Eftir að fjölmiðlaskyldum Gunnars lauk hélt hann til Dublin þar sem hann mun dvelja næstu vikurnar við æfingar.

Á meðan á dvöl hans stóð í Stokkhólmi nýtti hann tækifærið og tók æfingu í All-Stars bardagaklúbbnum í Stokkhólmi. Þar æfa langflestir af fremstu bardagamönnum Svíþjóðar á borð við Alexander Gustafsson, Ilir Latifi, Niklas Backström og Nicholas Musoke. Gunnar æfði með þeim í gær og en ofangreind mynd birtist á Facebook í gær. Á myndinni eru þrír af fimm bestu bardagamönnum Norðurlandanna að okkar mati.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular