spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMargrét Ýr: Stressið fyrir mót af hinu góða

Margrét Ýr: Stressið fyrir mót af hinu góða

Margrét Ýr Sigurjónsdóttir vann opinn flokk kvenna og sinn flokk á Íslandsmeistaramótinu í brasilísku jiu-jitsu um síðustu helgi. Margrét er stöðugt að huga að bætingum og er með markmiðin á hreinu.

Margrét Ýr úr Mjölni vann -74 kg flokk kvenna (lituð belti) og opna flokkinn án þess að fá á sig eitt stig í glímunum fimm. Margrét er fjólublátt belti í brasilísku jiu-jitsu og byrjaði að æfa íþróttina í apríl 2016. Hún hefur því á skömmum tíma náð góðum árangri í íþróttinni og var strax hugfanginn af íþróttinni.

„Ég hef nokkurn veginn verið all in síðan ég byrjaði. Á þeim tíma sem ég byrjaði vorum við nokkrar úr stelputímunum að mæta á æfingar sem myndaði góðan hóp sem hélst vel saman. Ég keppti síðan á mínu fyrsta móti rúmu ári eftir að ég byrjaði á hvítbeltingamótinu í júlí 2017. Ég held að fyrsta Bolamótið í febrúar 2018 hafi svo ýtt undir það hjá mér að fara meira inn í að keppa en á þeim tíma fór ég að æfa með keppnisliði Mjölnis og fór þá að æfa af meiri alvöru,“ segir Margrét.

Margrét var að vinna opna flokkinn á Íslandsmeistaramótinu í fyrsta sinn og var ánægð með árangurinn. „Ég var nokkuð ánægð með mótið, vann þrjár af fimm viðureignum með submission og hinar tvær á stigum og ég fékk ekki á mig nein stig á mótinu. Það eru alls konar tæknilegir hlutir sem ég ætla að skoða núna eftir mótið og það er einmitt það sem maður fær svo mikið út úr því að keppa. Maður kemur alltaf heim með nýja vinkla til að skoða og bæta í sínum leik.“

Margrét hélt hún til Dublin í haust þar sem hún keppti á NAGA mótinu þar. Það var fyrsta mótið hennar erlendis og tókst henni að vinna opinn flokk fjólublábeltinga. Margrét setur markið hátt í glímunni og hugar vel að bætingum. Margrét stefnir á að fara á stærstu mótin erlendis á næstu árum.

„Langtímamarkmiðið hjá mér í glímunni er að fara á Evrópu- eða heimsmeistaramótið. Annars er gunnmarkmiðið hjá mér í glímunni að minna mig á að ég er að gera þetta fyrir ánægjuna. Síðan vil ég alltaf halda áfram að styrkja mig tæknilega, líkamlega og andlega.“

Margrét er hægt og rólega að sanka að sér keppnisreynslu og segir stressið fyrir mót fara minnkandi. „Stressið hefur aðeins farið batnandi því meira sem ég keppi en ég verð yfirleitt mest stressuð um það bil tveimur dögum fyrir mót. Svo þarf ég oft að minna mig á það að stressið sem kemur fyrir mót er að einhverju leyti bara spenna og er af hinu góða. Ég held að um leið og ég verð ekki stressuð eða spennt fyrir mót þurfi ég aðeins að endurhugsa hvort ég sé að setja markið nógu hátt.“

„Keppnisrútínan er síðan í stöðugri þróun og ég prófaði fyrir þetta mót að hvíla þegar það eru tvær vikur í mót. Ég var í mesta lagi að drilla eða taka slow roll lotur til að halda hausnum við leikinn. Síðan keyrði ég upp púlsinn og tók fáar en harðar lotur á mánudag og miðvikudag og hvíldi svo fram að móti. Þessi aðferð hjálpar manni við að vera að toppa í keppnisvikunni í staðinn fyrir, eins og ég hef stundum lent í, að vera að toppa kannski tveimur vikum fyrir mót og svo uppgefin í mótsviku. Fyrir þá sem vilja kynna sér þetta frekar mæli ég með að skoða tapering and peaking.“

Æfingafókusinn hefur aukist mikið síðasta árið hjá Margréti og gefur það henni betri yfirsýn yfir hvað það er sem hún þarf að bæta.

„Ég fer núna undirbúnari á æfingar og er farin að þekkja betur hvar mínir veikleikar og styrkleikar liggja og tek það inn í auka drill æfingar. Uppsetningin hjá Valentin [Fels, glímuþjálfari] og Ómari [Yamak, glímuþjálfari] fyrir keppnisliðið er líka orðin mjög góð þar sem þeir eru að vinna með kerfi svo maður fer að tengja meira saman tæknina sem maður er að læra svo sjóndeildarhringurinn í glímunni tæknilega séð hefur aukist mikið seinasta árið. Ég byrjaði svo í styrktarþjálfun hjá Unnari Helgasyni fyrir einhverjum vikum síðan og þó að það bæti vissulega á æfingarálagið þá finn ég að það gefur mér auka power í glímunni.“

Margrét er ekki með nein mót erlendis á döfinni en stefnir á að fara út og keppa snemma á næsta ár en hvaða mót það verður er óákveðið.

Margrét Ýr og Halldór Logi.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular