Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMark Hunt fer í mál við UFC, Brock Lesnar og Dana White

Mark Hunt fer í mál við UFC, Brock Lesnar og Dana White

Mark Hunt er enn ekki sáttur við UFC þrátt fyrir að hafa nýlega bókað bardaga. Hunt ætlar í mál við UFC, Brock Lesnar og Dana White.

Á þriðjudag lagði Hunt fram stefnu á hendur UFC fyrir alríkisundirrétti í Nevada fylki. Stefnan er byggð á RICO löggjöf Bandaríkjanna sem er heildarlöggjöf yfir skipulagða brotastarfsemi.

Í málssókninni fullyrðir Hunt að sakborningar hafi vísvitandi hindrað sanngjarna keppni sér í hag, þ.e. að UFC hafi vitað að Brock Lesnar væri á frammistöðubætandi efnum fyrir bardagann gegn Hunt en ekki gert neitt í því. Þá sakar Hunt málsaðila um fjárkúgun, svik, samningsbrot og fleira. Hunt vill fá skaðabætur eftir tapið gegn Brock Lesnar, bæði fyrir líkamlegt tjón og skaðann sem hans eigið vörumerki varð fyrir.

Mark Hunt tapaði fyrir Brock Lesnar á UFC 200 í fyrra. Eftir bardagann féll Lesnar á lyfjaprófi sem tekið var fyrir bardagann og á lyfjaprófi sem framkvæmt var sama kvöld og bardaginn fór fram. Í lyfjaprófinu fundust estrogen hindrar en Lesnar þvertók fyrir að hafa innbyrt ólögleg efni.

Lesnar var í kjölfarið dæmdur í eins árs bann af NAC (íþróttasambandi Nevada fylkis) og USADA. Þá fékk hann 250.000 dollara sekt sem voru 10% launa hans.

Hunt var í fyrstu afar ósáttur með að NAC væri að fá peninginn en ekki hann. Hunt vill meina að þar sem hann fékk barsmíðar af hálfu Lesnar ætti hann að fá skaðabætur en UFC vildi ekki verða við ósk hans.

Hunt hefur síðan þá verið afar ósáttur með stöðu sína enda var Lesnar þriðji andstæðingur hans í röð sem féll á lyfjaprófi eftir bardagann. Áður hafði Hunt sigraði Frank Mir og Antonio ‘Bigfoot’ Silva en báðir féllu þeir á lyfjaprófi eftir bardaga sína gegn Hunt.

Í málssókninni bendir Hunt á að Lesnar hafi sloppið við fjögurra mánaða lyfjaprófunartímabil USADA sem allir bardagamenn í UFC þurfa að ganga í gegnum. Lesnar fékk undanþágu og var einungis lyfjaprófaður í mánuð fyrir bardagann.

Hunt vill meina að samningaviðræður Lesnar við UFC hafi byrjað í mars og að UFC hafi haft nægan tíma til að setja Lesnar í fjögurra mánaða lyfjaprófunartímabilið. Lesnar var þó ekki kynntur til leiks fyrr en mánuði fyrir bardagann og slapp þar með við lengra lyfjaprófunartímabil. Hunt heldur því fram að það hafi viljandi verið gert svo Lesnar þyrfti ekki að fara í eins mörg lyfjapróf. Máli sínu til stuðnings nefnir Hunt að UFC hafi vitað að Vitor Belfort hefði fallið á lyfjaprófi fyrir bardaga sinn gegn Jon Jones á UFC 152 en ekki gert neitt í því.

Þó bardaginn gegn Lensar hafi verið dæmdur ógildur telur Hunt að orðspor sitt hafi beðið hnekki og hann hafi misst af tækifærum til að komast lengra í þungavigtinni í kjölfar tapsins.

„Ég vildi ekki vera í þessari stöðu. Þetta setur mig í skrítna stöðu þar sem ég er enn undir samningi við UFC. Aðdáendur segja að ég hefði átt að vita að Lesnar væri á sterum en ég vissi það ekki. Auðvitað heldur maður það ef maður horfir á hann en ekki dæma eftir útlitinu og allt það,“ sagði Hunt við ESPN.

„Þetta var kornið sem fyllti mælinn. Ég tapaði bardaganum og það skemmdi mikið fyrir mína aðdáendur. Það er ekki gott. Ég vildi losna undan samningi en ég get það ekki, ég þarf að vinna eins og allir aðrir.“

Hunt mætir Alistair Overeem á UFC 209 og verður áhugavert að sjá framvindu þessa máls.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular