spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMark Hunt vill helminginn af launum Lesnar annars mun hann yfirgefa UFC

Mark Hunt vill helminginn af launum Lesnar annars mun hann yfirgefa UFC

Mark_Hunt-1200Brock Lesnar er sagður hafa fallið á lyfjaprófi. Andstæðingur hans á UFC 200, Mark Hunt, vill fá helminginn af launum Lesnar á UFC 200. Ef ekki óskar hann eftir því að samningnum hans við UFC verði rift.

Brock Lesnar sigraði Mark Hunt eftir dómaraákvörðun á UFC 200. Fyrir bardagann fór Lesnar í sex lyfjapróf á fjórum vikum en prófið sem um ræðir fór fram þann 28. júní. Niðurstöður lágu fyrir á fimmtudaginn, fimm dögum eftir UFC 200.

Þetta var fyrsti bardagi hans síðan 2011 og fékk Lesnar að minnsta kosti 2,5 milljónir dollara fyrir bardagann. Þar sem Lesnar er sagður hafa fallið á lyfjaprófi vill Mark Hunt fá eitthvað fyrir sinn snúð. Að sögn Ariel Helwani hjá MMA Fighting vill Mark Hunt fá helminginn af launum Brock Lesnar. Ef UFC verður ekki við ósk hans vill hann að bardagasamtökin rifti samningi sínum.

„Þessir svindlarar fá smá skammir og sleppa svo. Hvaða refsing eða hindrun fær þá til að hugsa sig tvisvar um? Ekkert. Og af hverju fá NAC [íþróttasamband Nevada fylkis] eitthvað? Þeir þurftu ekki að berjast við hann og tapa fyrir honum. Ég tapaði,“ sagði Mark Hunt vonsvikinn.

Verði Lesnar fundinn sekur mun hann þurfa að greiða sekt til NAC eftir brotið þar sem bardaginn fór fram í Nevada fylki. Þá mun Lesnar fá tveggja ára bann þar sem um fyrsta brot er að ræða.

Þetta er í þriðja sinn sem Mark Hunt berst við andstæðing sem féll á lyfjaprófi eftir bardaga þeirra. Hunt gerði jafntefli við Antonio ‘Bigfoot’ Silva í desember 2013 en eftir bardagann kom í ljós að Bigfoot hefði fallið á lyfjaprófi. Hunt rotaði Frank Mir í mars en eftir bardagann kom í ljós að Mir hefði fallið á lyfjaprófi.

Ekki er vitað hvers lags brotið er eða hvaða efni fannst í lyfjaprófi Lesnar. Það er stefna USADA að greina ekki frá þeim efnum sem finnast í lyfjaprófum fyrr en íþróttamaðurinn sjálfur greinir frá því.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular