spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMátti Hector Lombard kýla eða ekki?

Mátti Hector Lombard kýla eða ekki?

Umdeilt atvik átti sér stað um síðustu helgi á UFC 222 sem hefur vakið áhugaverða umræðu. Umræðuefnið snýst um hvenær lotu lýkur og hvenær bardagamenn eiga að hætta að berjast.

Svarið við þessu virðist augljóst. Í lok hverrar lotu er horn látið hljóma sem markar lok fimm mínútna lotu, en er skýrt að það séu endalok lotunnar? Í bardaga Hector Lombard og C.B. Dollaway um síðustu helgi lét Lombard högg vaða strax í kjölfar þessa horns. Dollaway var sleginn niður og gat ekki haldið áfram og Lombard tapaði bardaganum eftir að hafa verið dæmdur úr leik (e. disqualified). Lombard var ósáttur við þessa niðurstöðu en undir mótmæli hans tók Chael nokkur Sonnen.

Sonnen vill meina að reglur hafi ekki verið brotnar í þessu tilviki. Höggið kom vissulega eftir hornið en þar sem dómarinn var ekki búinn að aðskilja bardagamennina var bardaginn enn í gangi að hans mati. Heyra má hans rökstuðning í eftirfarandi myndbandi:

„Dómarinn segir manni ‘Þú verður að verja þig á öllum stundum, bjallan stoppar þig ekki, ég geri það’ fyrir hvern bardaga. Þetta er námkvæmlega það sem dómarinn segir manni í búningsklefanum fyrir bardagann,“ segir Sonnen.

Þetta var einnig rætt í hlaðvarpi Kenny Florian og Jon Anik. Gestur þáttarins var virti þjálfarinn Ray Longo sem var sammála Sonnen en hann hefði viljað sjá bardagann enda sem „no contest“, þe. að bardaginn yrði dæmdur ógildur. Máli sínu til stuðnings talaði Longo um svipað atvik í bardaga Holly Holm og Germaine de Randamie sem hafði engar afleiðingar. Heyra má þá félaga ræða málið hér:

https://www.youtube.com/watch?v=HAt9u49cvoE

Það sem flækir aðeins málið er að hinn virti John McCarthy, sem aðeins nýlega er hættur að dæma en hefur séð um að þjálfa MMA dómara um árabil, var ekki sammála. Þegar hornið gall í lok umræddrar lotu sagði dómarinn „stopp“ en setti þó ekki hendina á milli. McCarthy vill meina að það að segja upphátt „stopp“ dugi en aðrir vilja meina að hendin þurfi að koma upp.

Að mati McCarthy gerði dómarinn Mark Smith 90% rétt í þessu tilviki en var aðeins of seinn að koma á milli bardagamannanna. McCarthy telur þó að Lombard eigi stóra sök; „Hann ber ábyrgð á sínum gjörðum. Hann kýldi eftir að bjallan glumdi, jafnvel eftir að dómarinn kallaði ‘tími’. Hann var kannski ekki eins vel staðsettur og ég hefði viljað sjá en hann kallaði ‘tími’ áður en Hector kýldi. Og Hector hefði átt að vera dæmdur úr leik. Mark Smith gerði rétt með því að dæma hann úr leik,“ sagði McCarthy við MMA Fighting.

Það sem virtist vera einfalt og skýrt mál er því nú orðið talsvert flókið og ef Lombard kýs að kæra þessa niðurstöðu verður áhugavert að sjá hverjir eftirmálar verða.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular