0

Max Holloway gerir grín að Burger King auglýsingu Conor McGregor

Conor McGregor birti í gær nýja Burger King auglýsingu sem hann leikur í. Max Holloway var ekki lengi að  skjóta á hann og segir að hann hafi farið frá því að vera konungur Írlands yfir í að vera kjúklingakóngur.

Conor McGregor er fyrirferðarmikill í nýrri herferð Burger King þar sem fyrirtækið kynnir kjúklingasamloku.

Þeir Max Holloway og Conor hafa verið að skjóta á hvorn annan á samfélagsmiðlum að undanförnu. Eftir nýju auglýsinguna kallaði hann Conor kjúklingakóng og benti á að hann myndi verða sviptur sínum öðrum titli þann 7. apríl.

Conor er enn léttvigtarmeistari UFC en verður að öllum líkindum sviptur titlinum þegar kemur að bardaga Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson þann 7. apríl á UFC 223.

Conor er síðasti maðurinn til að sigra Max Holloway en síðan þá hefur hann nælt sér í fjaðurvigtarbeltið og unnið 12 bardaga í röð.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.