UFC 226 er hægt og rólega að taka á sig mynd. Það stefnir í að Max Holloway mæti Brian Ortega í júlí og þá mun Francis Ngannou snúa aftur.
Lengi hefur verið vitað að þungavigtarbardagi Stipe Miocic og Daniel Cormier verði aðalbardaginn á UFC 226 þann 7. júlí. Bardagakvöldið markar endalok Internatioanal Fight Week hjá UFC og leggur UFC upp með að setja saman stórt bardagakvöld fyrir aðdáendur.
Það stefnir í það miðað við nýjustu fregnir. Samkvæmt Dana White mun fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway mæta Brian Ortega á kvöldinu. Holloway átti auðvitað að mæta Khabib Nurmagomedov í léttvigt á UFC 223 á dögunum en náði ekki létta sig nógu mikið. Það verður því áhugavert að sjá hann aftur í sínum flokki en Ortega hefur farið hamförum að undanförnu í fjaðurvigtinni.
Max Holloway vs. Brian Ortega is on for UFC 226 on July 7, per Dana White. First reported by @MMAjunkie. Good looking card for T-Mobile Arena!
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) April 21, 2018
Þá herma fregnir að Francis Ngannou og Derrick Lewis munu leiða saman hesta sína á kvöldinu. Ngannou hefur ekkert barist síðan hann tapaði fyrir Stipe Miocic í janúar. Lewis hefur sóst mikið eftir því að fá að berjast við Ngannou og er þetta mikilvægur bardagi í þungavigtinni.
Francis Ngannou vs. Derrick Lewis scheduled for UFC 226 on July 7 in Las Vegas, multiple sources confirm. Story coming shortly to @MMAFighting.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) April 20, 2018
Það er alltaf stutt í grínið hjá Lewis en hann póstaði þessu í gær.